A A A

Valmynd

Fréttir

Vel mætt á Vestfjarðavíkinginn

| 02. júlí 2009
Einn af kraftajötnunum kemur tunnunni upp á sundlaugarbakkann.
Einn af kraftajötnunum kemur tunnunni upp á sundlaugarbakkann.
Fyrsta keppnisgreinin í Vestfjarðavíkingnum fór fram í sundlauginni á Hólmavík í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína þangað til að fylgjast með átökum kraftajötnanna sem fengu það verkefni að flytja tunnur með 120 lítrum af vatna úr miðri sundlauginni og koma þeim upp á bakkann. Ellefu keppendur taka þátt í þessari kraftakeppni í ár og héldu þeir ásamt fylgdarliði og sjónvarpsfólki áfram för sinni í Heydal strax eftir að keppni lauk á Hólmavík í dag. Blíðskaparveður var á Hólmavík í allan dag, eins og sjá má á myndum frá Vestfjarðavíkingnum sem er að finna í myndaalbúmi hér á vef Hamingjudaga.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón