A A A

Valmynd

Fréttir

Vornótt á Ströndum er Hamingjulag ársins 2011!!

| 23. maí 2011
Stoltur lagahöfundur - ljósm. Jón Jónsson
Stoltur lagahöfundur - ljósm. Jón Jónsson
Lagasamkeppni Hamingjudaga var haldin föstudagskvöldið 20. maí. Skemmst er frá því að segja að keppnin tókst afar vel, gestir fjölmenntu á viðburðinn og kusu á milli sex fjölbreyttra og skemmtilegra laga. Þegar úrslitin voru síðan tilkynnt og upplýst um nöfn höfunda kom í ljós að sigurlagið var Vornótt á Ströndum í flutningi Aðalheiðar Lilju Bjarnadóttur og Elínar Ingimundardóttur, en lagið er eftir Ásdísi Jónsdóttur á Hólmavík sem hefur nú farið með sigur af hólmi þrjár hamingjulagakeppnir í röð. Ásdís hlaut glæsileg verðlaun fyrir sigurinn, m.a. frá KSH og Sundhana. Fljótlega verður hugað að upptökum og útgáfu á laginu sem er líflegt og fjörugt.

Facebook

Hamingjumyndir

Kolbrún Unnarsdóttir á lokasprettinum viđ Hnitbjörg.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón