A A A

Valmynd

Fréttir

Zumba á Hamingjudögum

| 26. júní 2018

Kristbjörg Ágústsdóttir er orðin fastagestur í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur og gerir marga íbúa Strandabyggðar mjög hamingjusama með reglulegri komu sinni. Kristbjörg er zumbakennari og ætlar ekki að láta sig vanta á Hamingjudaga 2018. Boðið verður upp á Aqua Zumba í sundlauginni og í ár verður einnig í boði Krakka Zumba sem verður í íþróttasalnum. Allir geta takið þátt í Zumba og notið sín í dansi og skemmtilegri tónlist.

Zumba er líkamsrækt, þar sem blandað er saman þolfimi og dansi. Sérstök áhersla er lögð á suður amerísk dansspor eins og salsa, merengue, reggateon, cumbia og samba en einnig spor frá alþjóðlegum dönsum eins og flamenco, bollywood og country. Hugmyndafræðin gengur út á það að nota skemmtilega tónlist og blanda saman hægum og hröðum takti við dansspor sem auðvelt er að fylgja eftir og þolfimi til að fá út líkamsrækt sem bæði reynir á þol og mótar líkamann. Hver tími er sannkallað partý sem bætir bæði andlega og líkamlega líðan. Zumba er skemmtileg æfingaformúla sem kemur hverjum manni og konu í gott skap. Allir geta verið með og því er um að gera að njóta tónlistarinnar, hreyfa sig og brosa. Zumba er fyrst og fremst skemmtun en einnig líkamsrækt í dulargerfi.

 

Aqua Zumba eða Zumba sundlaugarpartý byggir á sömu hugmyndafræði þar sem notuð er skemmtileg tónlist og blandað er saman hefðbundinni vatnsleikfimi og danssporum. Dansað er í djúpri laug og veitir vatnið aukna mótspyrnu auk þess sem það hentar til dæmis fólki sem ekki getur eða vill hoppa. Aqua Zumba er því örugg en krefjandi líkamsrækt í vatni sem reynir á þol og er líkamsmótandi en síðast en ekki síst ótrúlega hressandi. Það er alveg pottþétt mikill gusugangur  í sundlauginni þegar Aqua Zumba tími er.

 

Kristbjörg Ágústsdóttir er alþjóðlegur Zumba fitness kennari með réttindin til að kenna m.a. Aqua Zumba, Zumba kid's og Strong by zumba. Hún kynntist Zumba í Bandaríkjunum sumarið 2010 og féll alveg fyrir því. Í mars 2012 tók hún Zumba fitness réttindin og hefur síðan m.a. kennt Zumba og Zumba kids en síðustu ár hefur hún lagt áherslu á Aqua Zumba sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Nánari upplýsingar er að finna á www.kristbjorga.zumba.com

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón