Hamingjulögin
Frá fyrstu Hamingjudögunum árið 2005 til ársins 2012 var haldin lagasamkeppni til að leita að hinu eina sanna Hamingjulagi hverrar hátíðar. Keppnin féll þó niður árið 2009 og árið 2012 og var þá höfundur fenginn til að semja lag fyrir hátíðina. Hamingjulögin hafa sitt að segja til að kveikja stemmningu, stuð og gleði í hjörtum hátíðargesta. Lögin voru jafnan tekin upp og gefin út á geisladiskum. Frá árinu 2012 hefur ekki verið haldin lagasamkeppni en þess í stað eru gömlu Hamingjulögin dregin upp og sungin á Hamingjudögum.
Hér gefur að líta Hamingjulag hvers árs, flytjendur og höfunda:
2012 - Hamingjudagur
Flytjandi: Jón Halldórsson
Texti: Höskuldur Búi Jónsson
2011 - Vornótt á Ströndum
Flytjendur: Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Elín Ingimundardóttir
Lag og texti: Ásdís Jónsdóttir
2010 - Óskalagið
Flytjandi: Söngtríóið Vaka
Lag og texti: Ásdís Jónsdóttir
2008 - Ég vil dansa
Flytjandi: Salbjörg Engilbertsdóttir
Lag og texti: Ásdís Jónsdóttir
2007 - Hólmavík er best
Flytjandi: Arnar S. Jónsson
Lag og texti: Arnar S. Jónsson
2006 - Á Hamingjudögum
Flytjendur: Bjarni Ómar Haraldsson og Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir
Lag og texti: Daníel Birgir Bjarnason
2005 - Hamingudagar á Hólmavík
Flytjandi: Kristján Sigurðsson og Lára Guðrún Agnarsdóttir
Lag: Kristján Sigurðsson
Texti: Ásgerður Ingimarsdóttir