A A A

Valmynd

Gleđi og gaman í Reykjaskóla

| 26. janúar 2012
Sigurgeir, Birta Rut og Una Gíslrún.
Sigurgeir, Birta Rut og Una Gíslrún.
Nemendur í 6. og 7. bekk dvelja nú í góðu yfirlæti í Reykjaskóla og vinna þar að mjög fjölbreyttum viðfangsefnum, íþróttum og leikjum, umhverfisfræðslu, náttúrufræði. Hver hópur fer einu sinni í heimsókn í Byggðasafn Strandamanna og Húnvetninga en hápunktur þeirrar ferðar er svo við Hákarlaskipið Ófeig þar sem fólki gefst kostur á að sanna hreysti sína með hákarlsáti. Það hefur sýnt sig að nemendur af Ströndum hafa ævinlega staðið sig betur en aðrir í þessari íþróttagrein. Í gær hélt Trausti Rafn upp á 13 ára afmælið sitt í skólabúðunum og af því tilefni stóðu allir upp í hádegishlénu og sungu afmælissönginn fyrir hann og var boðið upp á gómsæta snúða um kvöldið. 

Í morgun var bjart, kalt og svolítill vindur hjá þeim. Nú njóta þau síðustu stundanna í Hrútafirðinum og það sem liggur fyrir er m.a. hópmyndataka, valfrjáls tími og hárgreiðslukeppni. Að sögn Hafnhildar Guðjörnsdóttur eru allir eru hraustir og hressir og hafa staðið sig gríðarlega vel. Á morgun heldur hópurinn okkar svo heim á leið eftir góða dvöl í Reykjaskóla með nemendum úr Kársnesskóla í Kópavogi, Brekkuskóla á Akureyri og Grunnskólanum á Drangsnesi. Ítarlegari fréttir frá hópnum okkar má lesa með því að smella hér og hér má skoða skemmtilegar myndir.

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir