Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, fundargerð 4. júní 2024
Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd
Nefndarfundur nr 82
Þriðjudaginn 4. júní 2024 var 82. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 16:15.
Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Sigríður Jónsdóttir formaður, Jóhanna Rósmundsdóttir, Þórdís Karlsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson og Magnea Dröfn Hlynsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Strandabyggðar boðar forföll.
Jóhanna Rósmundsdóttir ritar fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Menningarverðlaun
2. Sumarstörf
3. Unglingavinnan
4. Sumarnámskeið
5. Átaksverkefni næsta árs
a) Fara yfir veturinn sem var að líða
b) Úrbætur
6. Starfslýsing íþrótta- og tómstundafulltrúa
7. Sýn og stefna íþrótta- tómstunda- og menningarstarfs
8. Frispígolf
9. Önnur mál
1. Menningarverðlaun Strandabyggðar
Auglýst var eftir tilnefningum í maí og bárust 5 tilnefningar. Nefndin fór yfir þær og tók síðan ákvörðun um valið og verðlaun verða svo afhent 17. Júní.
2. Sumarstörf
Búið er að ráða starfsmenn í Íþróttamiðstöðina og einnig í Áhaldahúsið við slátt og annað sem það er verið að gera. Umsjónamann með unglingavinnuni getur ekki hafið störf fyrr en í júlí, en krakkarnir hafa verið ráðin í ýmis verkefni eins og á leikskólan og í stuðning á sumarnámskeiðunum, en geta síðan farið í unglingavinnuna í júlí.
3. Sumarnámskeið
Búið er að skipuleggja námskeið í 3 vikur á vegum Geislans. Hallbera kemur og verður eina viku með leikjanámskeið fyrir og eftir hádegi og fótbolta tvo daga. Þórey Hekla verður með 2 vikur þar sem hún hefur aldursskipt fyrir og eftir hádegi, með allavega spennandi hluti.
4. Átaksverkefni næsta árs
a) Fara yfir veturinn sem var að líða
Verkefni síðasta vetrar voru fjölmörg í tómstundum, íþróttum og menningu hjá krökkunum okkar, og má þar nefna sem dæmi, jólabingó, ball í Borganesi, samvest undanúrslit á Reykhólum, Samfestinginn í Reykjavík, Ungmennaþing á Ísafirði og svo allar opnanir í OZON. Slatti af krökkum er að æfa fótbolta með Vestra á Ísafirði en æfingar hafa verið á Hólmavík í vetur. Geislinn hefur haldið úti fótboltaæfingum, íþróttagrunni, frjálsum. Skíðafélagið hefur haldið úti línuskautaæfingum, styrktaræfingum og skíðaæfingum. Félagið tók þátt í Bikarmótum á vegum SKÍ, bikarmótin eru 4 yfir veturinn og enda á skíðamóti Íslands. Iðkendur 13-16 ára urðu bikarmeistarar í samanlögðum stigafjölda. Einnig fóru 36 keppendur frá félaginu á Andrésar andar leikana og stóðu þau sig mjög vel.
Haldnar voru nokkrar hátíðir og viðburðir á Ströndum eins og til dæmis Hamingjudagar, Héraðsmót HSS, Trékyllisheiði, Strandagangan, kótilettukvöld kvenfélagsins, Halloween, Hörmungardagar, Húmorsþing, Galdrafár á Ströndum, viðburðir á Sauðfjársetrinu eins og til dæmis Náttúrubarnahátíð, spilavist, hrútaþukl, sviðaveisla, jólatónleikar, bingó og fleiri viðburðir.
Búið er að ræða við starfsmann Ozon og er hún til í að vera næsta vetur, og er komin með fullt af hugmyndum fyrir komandi vetur.
b) Úrbætur
Eitthvað var minna um samstarf milli félagsmiðstöðvanna eftir áramótin, en fyrirhugað er að efla samstarf á milli Reykhóla og Hólmavíkur á komandi vetri. Formaður nefndarinnar kynnti hugmyndir sem komnar eru fyrir félagsmiðstöðina fyrir næsta vetur, nefndin benti á mikilvægi þess að hafa opnun í félagsmiðstöðinni eins og var í vetur.
5. Starfslýsing Íþrótt – og tómstundafulltrúa
Formaður nefndar upplýsir nefndarmenn um stöðu mála. Nefndin leggur til að sveitastjórnin taki starfslýsingu íþrótta- og tómstundafulltrúa til endurskoðunar og geri þetta aftur að tveimur störfum, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis annars vegar og tómstundafulltrúi hins vegar. Starf tómstundafulltrúa og forstöðumanns íþróttamiðstöðvar eru gjörólík og starfslýsingin gríðarlega víðfem. Taka þarf tómstundastarf föstum tökum fyrir haustið.
6. Sýn og stefna tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar
Nefndin vill stuðla að góðu tómstunda-, íþrótta- og menningarstarfi og hafa þessa punkta að leiðarljósi
· að vera sveitarstjórn til ráðgjafa í tómstunda-, íþrótta- og menningarmálum.
· að gera tillögur til sveitarstjórnar um markmið í tómstunda-, íþrótta- og menningarmálum sveitarfélagsins.
· að hafa eftirlit með því að samþykkt markmið sveitarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
· að annast samskipti við félagasamtök sem undir starfssvið nefndarinnar heyra, í samráði við sveitarstjórn og/eða sveitarstjóra.
· að vinna að eflingu tómstunda-, íþrótta- og menningarstarfs í Strandabyggð og hafa jafnan fyrirliggjandi sem gleggstar upplýsingar um tómstunda-, íþrótta- og menningarmál í héraði og nauðsyn nýrra framkvæmda eða nýbreytni.
7. Fríspígolf
Nefndin óskar eftir að sveitastjórn samþykki staðsetningu vallarins fyrir ofan félagsheimilið og íþróttamiðstöð. Hafdís Gunnarsdóttir er komin með loforð fyrir öllum körfum og skiltum. Kastpallar verða heimasmíðaðir og frír flutningur með Strandafrakt. Von er á manni til að skoða svæðið og skipuleggja völl.
8. Önnur mál
8.1. Erindisbréf nefndar
Nefndin leggur til að sveitastjórn samþykki endurskoðað erindisbréf TÍM nefndar.
Fundi slitið
18:19