A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 30. sept. 2008

Ár 2008 þriðjudaginn 30. september var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Eysteinn Gunnarsson varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Oddviti kynnti dagskrá fundarins í 14 töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Skýrsla sveitarstjóra.
2. Erindi frá Dóms- og kirkjumálaráðherra um skipan almannavarnarnefndar Strandabyggðar.
3. Beiðni frá Daníel G. Ingimundarsyni um styrk vegna keppnisferðar til Noregs og Svíþjóðar.
4. Erindi frá sveitarstjórn Reykhólahrepps um möguleika á samstarfi við Strandabyggð um lagfæringar á vegslóðum á Þorskafjarðarheiði.
5. Greinagerð frá Rúnu S. Ásgrímsdóttur vegna ferðar til Hole á vinarbæjarmót þann 21.-24. ágúst sl.
6. Minnisblað vegna vinnufundar Atvest. og Strandabyggðar.
7. Erindi frá Strætó bs. um veittan aðgang sveitarfélaga að nemendakortum.
8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um fyrirhugaðan þingmannafund og málþing um svæðisskipulag á Tálknafirði þann 22. október 2008.
9. Erindi  frá formanni Umhverfisnefndar Strandabyggðar um að skoðað verði, í samvinnu við Sorpsamlag Strandasýslu, umbunarkerfi fyrir íbúa sem flokka vilja lífrænt sorp.
10. Fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar 2. júlí 2008.
11. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar dags. 17. september 2008.
12. Fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar dags. 17. september 2008.
13. Fundargerð Skólanefndar Strandabyggðar dags. 18. sept. 2008.
14. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 19. september 2008 ásamt drögum af gjaldskrá.


Þá var gengið til dagskrár.


1. Skýrsla sveitarstjóra. 
Í skýrslu sveitarstjóra er greint frá undirbúningi við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs ásamt tillögum um fyrirkomulag. Hvert svið mun fá ákveðinn fjárhagsramma en forstöðumenn sviðanna munu ráðstafa skiptingu fjármagnsins á einstaka liði. Verður áætluðum tekjum skipt milli sviða eftir prósentuskiptingu síðustu tveggja ára.


2. Erindi frá Dóms- og kirkjumálaráðherra um skipan Almannavarnarnefndar Strandabyggðar. 
Borist hefur erindi frá Dóms- og kirkjumálaráðherra dags. 9. september 2008 þar sem farið er fram á að sveitarstjórn skipi í Almannavarnarnefnd í Strandabyggð sbr. 9.gr. laga nr. 82/2008. Skal sveitarstjórn ákveða fjölda nefndarmanna en nefndin skuli vera skipuð sýslumanni umdæmisins, fulltrúa úr sveitarstjórn og fulltrúa sem í starfi sínu sinnir verkefnum í þágu öryggis hins almenna borgara. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu til Héraðsnefndar Strandasýslu þar sem sameiginleg almannavarnarnefnd hefur verið starfandi hingað til.


3. Beiðni frá Daníel G. Ingimundarsyni um styrk vegna keppnisferðar til Noregs og Svíþjóðar. 
Borist hefur erindi frá Daníel G. Ingimundarsyni dags. 15. september 2008 þar sem hann óskar eftir styrk vegna keppnisferða til Svíþjóðar og Noregs þar sem hann mun keppa í torfæru. Samþykkt var með fjórum atkvæðum að hafna erindinu þar sem sveitarfélagið hefur ekki veitt styrki til einstaklingsíþrótta en einn sat hjá.


4. Erindi frá Sveini Ragnarssyni f.h. sveitarstjórn Reykhólahrepps um möguleika á samstarfi við Strandabyggð um lagfæringar á vegslóðum á Þorskafjarðarheiði. 
Borist hefur erindi frá Sveini Ragnarssyni dags. 13. september sl. þar sem hann vill kanna möguleika á samstarfi við Strandabyggð um endurbætur á vegslóðum sem gagnast við fjárleitir á Þorskafjarðarheiði.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í samstarfinu.


5. Greinagerð frá Rúnu S. Ásgrímsdóttur vegna ferðar til Hole á vinarbæjarmót þann 21.-24. ágúst sl. 
Borist hefur greinagerð frá Rúnu S. Ásgrímsdóttur vegna ferðar til Hole á vinarbæjarmót þann 21.-24. ágúst sl. þar sem hún greinir frá dagskrá ferðarinnar en ferðin þótti í alla staði afar vel heppnuð. Lagt fram til kynningar. 


6. Minnisblað vegna vinnufundar Atvest. og Strandabyggðar. 
Lagt er fram minnisblað vegna vinnufundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og sveitarstjóra og fulltrúum sveitarstjórnarmanna og Strandabyggðar sem haldinn var 8. september sl. Lagt fram til kynningar.


7. Erindi frá Strætó bs. um veittan aðgang sveitarfélaga að nemendakortum. 
Borist hefur erindi frá Strætó bs. þar sem fram kemur að öll sveitarfélög, sem standa utan byggðarsamlagsins Strætó bs., geti nú sótt um að kaupa nemakort fyrir íbúa sem stunda viðurkennt nám á framhalds- eða háskólastigi og kosti hvert kort 31.000 kr. Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir furðu sinni á tilboðinu þar sem hún hefur álitið að Reykjavík væri höfuðborg allra landsmanna. Þeir námsmenn, sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu, kaupa sína þjónustu þar og ættu þar af leiðandi að sitja við sama borð og námsmenn sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá skal á það bent að bæði Ísafjörður og Akureyri veita þessa þjónustu gjaldfrjálst til námsmanna, óháð búsetu þeirra. Skorar sveitarstjórn Strandabyggðar á sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að vera jafn stórhuga gagnvart námsmönnum og bæjarvöld á Ísafirði og Akureyri.


8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga um fyrirhugaðan þingmannafund og málþing um svæðisskipulag á Tálknafirði þann 22. október 2008. 
Borist hefur erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 19. september 2008 þar sem vakin er athygli á væntanlegum þingmannafundi og málþingi um svæðisskipulag á Tálknafirði þann 22. október nk. Lagt fram til kynningar. 


9. Erindi  frá formanni Umhverfisnefndar Strandabyggðar um að skoðað verði, í samvinnu við Sorpsamlag Strandasýslu, umbunarkerfi fyrir íbúa sem flokka vilja lífrænt sorp. 
Verið er að skoða málið hjá Sorpsamlagi Strandasýslu hvernig koma megi að þessu máli og lýsir sveitarstjórn fullum vilja til að vinna að málinu með Sorpsamlaginu. Er verið að fara af stað með könnun á hversu margir íbúar hefðu áhuga á að fara i slíka jarðgerð. 


10. Fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar  2. júlí 2008. 
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Leikskólanefndar Strandabyggðar frá 2. júlí 2008. Fundargerðin er samþykkt samhljóða en fyrirhuguðum framkvæmdum við lóð leikskólans vísað til fjárhagsáætlunar 2009.


11. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar dags. 17. september 2008.
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar dags. 17. september 2008. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.


12. Fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar dags. 17. september 2008.
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar dags. 17. september 2008.  Fundargerðin er samþykkt samhljóða.


13. Fundargerð Skólanefndar Strandabyggðar dags. 18. sept. 2008.
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Skólanefndar Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík frá 18. september 2008. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.


14. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 19. september 2008 ásamt drögum að gjaldskrá. 
Sveitarstjórn samþykkir með þremur greiddum atkvæðum tillögu fyrir gjaldskrá, einn greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá. Fundargerð lögð fram til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:05.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón