A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, fundargerð frá 16.09.2024

Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, 16. September 2024

 

54. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps.   Haldinn miðvikudaginn 16. september 2024,  á skrifstofu Strandabyggðar. Fundurinn hófst kl. 16, og var haldinn sem fjarfundur og staðfundur.

 

Á fundinn mættu:

Matthías Lýðsson(Strandabyggð), Ingibjörg Sigurðardóttir (Strandabyggð),  Hrefna Jónsdóttir (Reykhólahreppi) á TEAMS. Oddný Þórðardóttir(Árneshreppi) á TEAMS. Að auki sátu fundinn Soffía Guðrún Guðmundsdóttir fráfarandi félagsmálastjóri  og Hlíf Hrólfsdóttir nýráðin félagsmálastjóri. sem jafnframt ritar fundargerð.

Fundur settur kl. 16.07

Matthías Lýðsson formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

  1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
  2. Samþykktar reglur um stuðningsþjónustu.
  3. Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð.
  4. Leiðbeiningar um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
  5. Drög að erindsbréfi Velferðarnefndar.
  6. Starfslok félagsmálastjóra og ráðning nýs félagsmálastjóra.
  7. Önnur Mál
         Heimasíða

         One system.

 

Þá var gengið til dagskrár.

1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.

Afgreiðslur félagsmálastjóra samþykktar og færðar í trúnaðarbók.

 

2. Samþykktar reglur um stuðningsþjónustu.

Lagðar fram reglurnar með samþykki velferðarnefndar og 3 af 4 sveitarfélögum.

Þessar reglur tóku gildi 1.september 2024 og þá falla úr gildi eldri reglur um félagslega heimaþjónustu og liðveislu.

 

3. Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð.

Lagt er til að skoða grein nr.12 um grunnfjárhæðir og samhæfa þær við önnur sveitarfélög. 

Skoða þarf reglur um lán til skjólstæðinga, þannig að fólk geti fengið lán og greiðir svo til baka með reglubundnum greiðslum án vaxta.  Lagt er til að það verði einungis hægt að taka eitt lán í einu, og það eigi ekki rétt á því að taka annað lán fyrr en uppgreiðslu er lokið fyrir fyrra lán.  Lagt er til að nefndarmenn skoði betur yfir reglur um fjárhagsastoð og þetta verið tekið fyrir aftur á næsta fundi. Matthías bendir á að  í þessum reglum eins og á feiri stöðum er sérstakt ákvæði um bændur.


4. Leiðbeiningar um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Það kom athugasemd frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um að það væri ekki reglur um akstursþjónustu í sveitarfélögum sem tengast félagsþjónustu Stranda og Reykhóla.

Það er þörf á því að það séu til reglur innan sveitarfélaganna um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.  Lagt er til að Hlíf skoði reglur  nærliggandi sveitarfélaga og sjái hvort það er hægt að finna og setja saman reglur sem gætu hentað fyrir svæði eins og okkar.  Það þarf líka að athuga með akstur fyrir eldri borgara.


5. Drög að erindisbréfi Velferðarnefndar.

Rætt var um að gera þyrfti ráð fyrir að um fjögur sveitarfélög er að ræða. Þá þarf að athuga með að uppröðun málaflokka og verkefna sé í samræmi við það hvernig nefndin vinnur. Það þarf að fara vel yfir erindisbréfið, og að megin verkefni nefndarinnar sé að halda utan um hag skjólstæðinga og að fylgja lögum og reglugerðum. Það er líka verkefni velferðarnefndar að taka við erindum frá einstaklingum sem ekki eru ánægðir með afgreiðslu sinna mála hjá félagsþjónustunni.  Ákveðið var að halda áfram að lesa yfir erindsbréfið og samræma það þannig að það eigi við um þau fjögur sveitarfélög sem standa að félagsþjónustunni.


6. Starfslok félagsmálastjóra og ráðning nýs félagsmálastjóra.

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir hefur látið af störfum sem félagsmálastjóri frá 31.ágúst síðastliðin og Hlíf Hrólfsdóttir hefur verið ráðin sem félagsmálastjóri frá 1.september síðastliðin.  Soffía mun samt vinna út septembermánuð til að ganga betur frá og setja nýjan félagsmálastjóra inn í starfið.  Soffía þakkar velferðarnefndinni fyrir samstarfið og velferðarnefndin þakkar Soffíu Guðrúnu fyrir hennar störf í þágu íbúa sveitarfélaganna fjögurra.


7. Önnur mál

Það kom upp umræða um heimasíður sveitarfélaganna, og þá einnig hvort það væri ekki best að það væri sérheimasíða fyrir félagsþjónustunna og það sé tenging inn á hana í gegnum heimasíður sveitarfélaganna.  Það er spurning um að fá tilboð til þess að sjá hver kostnaður gæti verið fyrir þetta.  Það þarf að vera einhver sem sér um að fylgja því eftir að setja inn á síðuna og halda henni við.


Það þarf enn og aftur að ýta á one system.

 

Fundargerð lesin og samþykkt athugasemdalaust.


Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.22 .

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón