Ársskýrslur foreldrafélagsins


Ársskýrsla foreldrafélagsins árið 2015

 

Aðalfundur foreldrafélagsins leikskólans Lækjarbrekku var haldinn 16. Febrúar 2016 kl: 19:30 í leikskólanum.

Stjórn 2015:

Hólmfríður Ýr Eysteinsdóttir – formaður

Jóhanna Rósmundsdóttir – gjaldkeri

Steinunn Magney Eysteinsdóttir – ritari

 

Í júní var grillhátíð foreldrafélagsins og leikskólans. Grillaðir voru hamborgarar og boðið upp á skúffuköku í eftirrétt.

Leikskólastarfsmenn settu upp leikritið um rauðhettu, buðu upp á andlitsmálningu og fl.

 

Í nóvember tók foreldrafélag leikskólans þátt í með foreldrafélgi grunnskólans að fá Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur bókaútgefanda og umsjónarmann þáttanna Eldað með Ebbu til að halda fyrirlestur um heilsu og hollustu. Selt var inn 1000kr á mann og borguðu foreldrafélögin rest.

 

Í desember fengum við brúðuleikririð Gilitrutt í flutningi Bernds Ogrodniks. Foreldrafélag grunnskólans og foreldrafélag Drangsnesskóla tóku þátt í því með okkur og var sýningin vel sótt.

 

Foreldrafélagið gaf jólagjafir á jólaballi leikskólans og varð fyrir valinu í ár bækur um Jóa kassa.

 

Steinunn Magney Eysteinsdóttir ritari.


Ársskýrsla foreldrafélagsins árið 2014

 

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku var haldinn 3. febrúar 2014 kl 20:00 í leikskólanum.

Stjórn 2014:

Hrafnhildur Þorsteinsdóttir   formaður

Jóhanna Rósmundsdóttir     gjaldkeri

Steinunn Magney Eysteinsdóttir  ritari

 

 Í maí stóð foreldrafélagið í samstarfi við foreldrafélag Grunnskólans fyrir leikbrúðusýningunni Pétur og Úlfurinn sem Brúðuheimar settu upp. Leiksýningin var vel sótt, Drangsnesingum var boðið að koma og komu.

 

Til stóð að foreldrafélagið gæfi hlut af græjum í afmælisgjöf til leikskólans  sem leikskólastjóri pantaði, en foreldrafélagið fékk aldrei reikning fyrir.

 

Í júní  var vorhátið  leikskólans haldin. Grillaðir voru hamborgarar og skúffukaka í eftirrétt. Leikskólastarfsmenn settu  upp leikrit um Búkollu, trúðar mættu, boðið var upp á andlitsmálningu og sápukúlur.

 

2. október stóð foreldrafélagið fyrir fundi með foreldrum vegna mótunar skólastefnu Strandabyggðar. Ágætlega var mætt, en gaman hefði verið að sjá fleiri foreldra.

 

Foreldrafélagið gaf jólagjafir á jólaballi leikskólans og var fyrir valinu  í ár tússtafla og penni.

 

 

Steinunn Magney Eysteinsdóttir ritari.




Ársskýrsla foreldrafélagsins árið 2012


Í janúar var haldinn aðalfundur og stjórnin endurkjörin.
Einnig var leiksýningin ,,Gott kvöld" í uppsetningu Leikfélags Hólmavíkur sýnd fyrir börnin.
Fyrir öskudaginn keyptum við karamellur.
Á vordegi leikskólans sá stjórnin um að grilla hamborgara fyrir alla, einnig bauð foreldrafélagið upp á heimabakaðar skúffukökur í eftirrétt.
Í október stóð félagið ásamt öðrum foreldrafélögum fyrir því að fá sýninguna ,,Búkolla" frá Kómediuleikhúsinu á Ísafirði.
Í nóvember voru pantaðir Henson gallar á leikskólabörnin fyrir þá sem það vildu og niðurgreiddi foreldrafélagið hvern galla um 1000 kr fyrir þá sem höfðu greitt félagsgjöld.
Í desember færði félagið leikskólanum stafræna myndavél og kapla kubba að gjöf.
Að vanda var þeim rauðklædda hjálpað við að pakka inn gjöfum. Gjöfin í ár var glas.
Vefumsjón