Þróun og Starfsþróun

Þróun- og starfsþróun

 

Ár hvert metur skólastjóri þörf á símenntun í samráði við starfsmenn og út frá áherslum skólans í starfsmannaviðtali. Leikskólastjóri fylgist með að símenntun sé sinnt og heldur utan um þá símenntun sem starfsmenn taka þátt í og eru á vegum skólans.

 Helstu áhersluþættir skólaárið 2020-2021 eru:

Fræðsla til starfsfólks sem nýtist í starfi.

Námskeið í notkun málörvunarefnisins Lubbi finnur málbein

Tryggja að á báðum deildum sé starfsfólk sem farið hefur á námskeið í notkun námsefnisins um Vináttu frá Barnaheillum

Námskeið um Jákvæðan aga

Námskeið um jákvæða sálfræði og samskipti á vinnustað

Endurskoðun skólanámskrár, þemastarf og starfsemi á deildum samræmist kröfum aðalnámskrár

Innleiðing á jákvæðum aga

Að styrkja ófaglærða í starfi

 

Símenntunaráætlun Lækjarbrekku

Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns og skólastjóra að bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er í starfi. Símenntun er ávallt undir verkstjórn skólastjóra. Kennurum er skylt að fara á námskeið.

 

Símenntun og starfsþróunarsamtöl

10.2.1.1 Starfsmenn skulu eiga kost á að sækja reglubundna þjálfun, námskeið eða annars konar fræðslu til að viðhalda og auka við þekkingu sína og færni. Gert er ráð fyrir að allar stofnanir og/eða starfseiningar setji fram símenntunaráætlun fyrir starfsmenn sína árlega til að tryggja eðlilega starfsþróun og símenntun starfsmanna. Markmið þeirra verði að samræma áhuga starfsmanna fyrir símenntun heildarmarkmiðum stofnana/starfseininga.

Samningsaðilar skulu fylgjast með þróun námsframboðs fyrir starfsmenn sveitarfélaga sem leitt getur til upptöku nýrra starfsheita og tryggja að slík störf verði metin í starfsmati.

 

10.2.1.2 Starfsmaður á rétt á starfsþróunarsamtali einu sinni á ári.

Í starfsþróunarsamtali er farið yfir starfslýsingu, frammistöðu, markmið og hugsanlegar breytingar á störfum. Þá skulu einnig ræddar þarfir og óskir starfsmanns til þjálfunar og símenntunar og hvernig starfstengt nám geti nýst viðkomandi starfsmanni og vinnustaðnum.

Starfsmaður getur óskað eftir starfsþróunarsamtali og skal það veitt svo fljótt sem auðið er.


 uppfært 4. jún í 2021
Vefumsjón