Starfsemi foreldrafélags Leikskólans Lækjarbrekku

Foreldrafélag Lækjarbrekku


  • Starfsáætlun foreldrafélagsins

    • Sjá um grill dag á vorin fyrir skólasamfélagið.

    • Sjá um gjafirnar frá jólasveininum á jólaskemmtun leikskólans.

    • Annað sem upp kemur á skólaárinu.


Nöfn stjórnar:

Egill Victorsson
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Hjördís Inga Hjörleifsdóttir

 


Foreldrasamvinna

Við leggjum mikið upp úr því að eiga gott samstarf við foreldra. Gott samstarf foreldra og leikskóla er forsenda þess að barninu líði vel í leikskólanum. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna en leikskólastarfið er viðbót við það uppeldi sem börnin fá á heimilum sínum. Foreldrum er ávallt velkomið að dvelja í leikskólanum og taka þátt í starfinu.

Mikilvægt er að láta starfsfólk vita af líðan barnsins hverju sinni og einnig að upplýsa um ef breytingar verða á einkahögum þess.

Við óskum eftir því að ekki sé komið með börn í leikskólann á tímabilinu 11:30-13:00 þar sem að matartími og hvíld er á þessum tíma dagsins og erfitt er að taka á móti börnum á þeim tíma.

Boðið er upp á foreldraviðtal tvisvar sinnum á ári. Fyrra viðtalið er í lok september en það síðara er í byrjun apríl. Vakin er athygli á því að foreldrum er ávallt velkomið að fá viðtal oftar ef þeir vilja. Einnig óska deildarstjórar eftir viðtali ef þeir telja þörf á.

Foreldrafundur er haldinn að hausti þar sem vetrarstarfið er kynnt og foreldrar kjósa í foreldraráð og félag.

Foreldrafélag

Foreldrafélag skal starfa við sérhvern leikskóla á landinu samkvæmt aðalnámskrá. Foreldrar barna á leikskólanum Lækjarbrekku verða sjálfkrafa meðlimir í félaginu og greiða félagsgjöld sem er skipt upp í tvær greiðslur á ári. Foreldrafélagið er hugsað sem tengiliður foreldra og starfsfólks leikskólans. Markmið þess er, eins og fram kemur í lögum og reglugerð um starfsemi leikskóla, að stuðla að velferð barnanna og kappkosta að efla alhliða þroska þeirra í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins. Einnig að að hlúa að þeim andlega og líkamlega svo að þau fái notið bernsku sinnar. Foreldrafélagið er vettvangur fyrir foreldra til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi starfið á leikskólanum.

Foreldrafundur

Foreldrafundur er haldinn einu sinni á starfsári, yfirleitt í september. Leikskólastjóri stendur fyrir foreldrafundinum og er öllum foreldrum barna leikskólans boðið að mæta á fundinn. Á fundinum er farið yfir og veittar upplýsingar um starfsemi vetrarins sem er í vændum. Farið er yfir leikskóladagatalið og helstu viðburðir taldir upp og farið nánar yfir viðburðina. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við leikskólastjóra eða deildarstjóra ef ræða þarf frekar um barnið, skipulag, starfsfólk eða fleira.

Stjórn foreldrafélagsins árið 2018:

Egill Victorsson
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Hjördís Inga Hjörleifsdóttir


Stjórn foreldrafélagsins árið 2017:
Íris Björg Guðbjartsdóttir formaður
Elísa Mjöll Sigurðardóttir ritari
Dagbjört Hildur Torfadóttir gjaldkeri

Hólmfríður Ýr Eysteinsdóttir varamaður

Stjórnin var kjörin á aðalfundi foreldrafélagsins þann 22. febrúar síðastliðinn

Stjórn foreldrafélagsins árið
 2016:
Hólmfríður Ýr Eysteinsdóttir formaður
Steinunn Magney Eysteinsdóttir ritari
Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir gjaldkeri

Stjórnin var kjörin á aðalfundi foreldrafélagsins þann 16. febrúar 2016.

Stjórn foreldrafélagsins árið 2015:
Hólmfríður Ýr Eysteinsdóttir formaður
Steinunn Magney Eysteinsdóttir ritari
Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir gjaldkeri

Stjórnin var kjörin á aðalfundi foreldrafélagsins þann 3. febrúar 2015.

Stjórn foreldrafélagsins árið 2014:
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir formaður
Steinunn Magney Eysteinsdóttir ritari
Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir gjaldkeri

Stjórnin var kjörin á aðalfundi foreldrafélagsins þann 30. janúar 2014.



Stjórn foreldrafélagsins árið 2013:
Jóhanna Hreinsdóttir formaður
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir ritari
Jóhanna Guðbrandsdóttir gjaldkeri

Stjórnin var kjörin á aðalfundi foreldrafélagsins þann 30. janúar 2013.

Stjórn foreldrafélagsins árið 2012:

Ragnheiður Guðmundsdóttir formaður
Árný Huld Haraldsdóttir ritari
Jóhanna Hreinsdóttir gjaldkeri

Stjórnin var kjörin á aðalfundi þann 31. janúar 2012.

uppfært 15. október 2018

Vefumsjón