Foreldraráð

Foreldraráð  

Í leikskólum skal vera starfrækt foreldraráð og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að stofnun þess og kosningu í ráðið. Foreldraráð er skipað a.m.k. þremur foreldrum og skal kosning fara fram í september ár hvert og kosið til eins árs í senn. Ráðið setur sér starfsreglur sem það vinnur eftir og ber leikskólastjóra að vinna með ráðinu. Hlutverk foreldraráðs leikskóla er eftirfarandi:

  • Gefa umsagnir til leikskóla og leikskólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varða starfsemi leikskólans

  • Fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum

  • Hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi

Foreldraráð er starfandi við leikskólann Lækjarbrekku. Í foreldraráði sitja þrír kjörnir foreldrar auk leikskólastjóra, sem  situr fundi sé óskað eftir því. Kosið er í ráðið árlega í upphafi vetrar.  Hlutverk foreldraráðs er að fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og fylgjast með öðrum áætlunum vetrarstarfs leikskólans. Þá er einn úr foreldraráði kosinn sem áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd sveitarfélagsins.


Á fyrsta fundi leggur leikskólastjóri fyrir drög að starfsáætlun sem foreldraráð samþykkir að vinna eftir.

Drög að starfsáætlun:


September: Kosnir eru þrír fulltrúar foreldra sem sitja í eitt ár. Þeir kynna sér stefnu leikskólans  um samstarf heimila og skóla sem og upplýsingagjöf til foreldra.  Spyrja út í starfsmannastefnu, starfsmannahald og endurmenntunaráætlun skólans og staðfesta svo starfsáætlun leikskólans.

Nóvember:  Skoða skólahúsnæði, tækjakost, bókasafn og annan búnað sem og almennan aðbúnað nemenda og starfsmanna. Fara yfir aðkomuleiðir að leikskólanum. Fara yfir stöðu útileiktækja á leikskólalóð skrá hjá sér athugasemdir og koma til fræðslunefndar. Fara yfir framkvæmdar og fjárhagsáætlun leikskólans.  

Mars:  fara yfir matseðla og mötuneyti. Skoða og spyrja út í bruna og áfallaáætlun leikskólans. Kynna sér sjálfsmatáætlun leikskólans og niðurstöður kannanna sem gerðar eru í tengslum við sjálfsmat (skólanámskrá, skólastefna, samstarf leik-og grunnsk)  

Júní:  Staðfesta skóladagatal næsta skólaárs og staðfesta starfsskýrslu leikskólans. Foreldraráð ræðir við og hlustar eftir röddum foreldra, kennara og annarra starfsmanna og kemur með tillögur til úrbóta um það sem betur má fara ef þurfa þykir.

 
Foreldraráð 2019-2020:
Anna Björg Þórarinsdóttir
Esther Ösp Valdimarsdóttir
Vantar einn fulltrúa

Foreldraráð 2018-2019:
Esther Ösp Valdimarsdóttir
Hrafnhildur Skúladóttir
Vantar einn fulltrúa

Foreldraráð 2017 - 2018:
Esther Ösp Valdimarsdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Íris Ósk Ingadóttir

Foreldraráð 2016-2017:


Esther Ösp Valdimarsdóttir
Björk Ingvarsdóttir
Hrefna Guðmundsdóttir

Foreldraráð 2015-2016:

Esther Ösp Valdimarsdóttir
Hrafnhildur Skúladóttir
Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir

Foreldraráð 2014-2015:

Björk Ingvarsdóttir.
Dagbjört Hildur Torfadóttir.
Hrafnhildur Skúladóttir.
Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir.
Uppfært 16. janúar 2020
Vefumsjón