A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stefnumótun í Strandabyggð 2016

| 13. janúar 2016

Á vordögum síðasta árs hóf sveitarstjórn Strandabyggðar stefnumótunarvinnu á vinnufundi sem Þorgeiri Pálsson hjá Thorp ehf. hafði veg og vanda af. Í framhaldi af þeim fundi var það samróma álit sveitarstjórnar að mikilvægt væri að fylgja þessari vinnu eftir með aðgerðum. Samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 að leggja fjármuni í frekari stefnumótun og var gerður samningur við Thorp ehf. um að leiða sveitarstjórn áfram í þeirri vinnu.

Áhersla verður lögð á tvo meginþætti í stefnumótuninni en þeir eru:

  1. Innri skipulagsmál sveitarfélagsins
  2. Atvinnumál og atvinnuuppbygging

Nú er komið að því að vinnsla stefnumótunar hefjist og mun Þorgeir setja sig í samband við starfsfólk sveitarfélagsins á næstu dögum og vikum en einnig hefur verið send út könnun til íbúa varðandi áherslur í uppbyggingu Strandabyggðar. Það er mikilvægt að sem flest sjónarmið komist að með einum eða öðrum hætti og því eru allir hvattir til að gefa sér tíma til að taka þátt og svara könnuninni. Jafnfram má senda tölvupóst á Þorgeir á netfangið thorp@thorpconsulting.is til að koma að frekari athugasemdum. Fimmtudaginn 21. janúar munu félagar í Geislanum ganga í hús á Hólmavík til að safna saman útfylltri könnum frá íbúum en jafnfram má skila könnuninni í merkta safnkassa í Kaupfélaginu, í Sparisjóðnum og í Hnyðju.

Strandabyggð er í mun betri stöðu en mörg önnur sveitarfélög á landsbyggðinni, þar sem hér er skýr vísir að þjónustukjarna.  Markmið okkar er að efla og stækka þennan þjónustukjarna, en þó umfram allt að festa hann í sessi.  Forsenda þess að viðhalda og auka fjölda íbúa í Strandabyggð, er öflugt atvinnulíf og ný atvinnutækifæri.  Þessari vinnu okkar næstu mánuði er ætla að skerpa sýn okkar allra á þessa stöðu.

Það er von okkar að vinnan verði okkur gæfuspor en lykilatriði í því að svo megi verða er að allir taki þátt. Þetta er okkar samfélag.

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón