A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundur 03.04.2025

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 3. apríl 2025, kl. 17:00. að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.

            Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Atli Már Atlason, Ragnheiður Ingimundardóttir, Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir, Börkur Vilhjálmsson og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð. Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:


1.     
Aðalskipulag Strandabyggðar 2024 – 2036 - heildarendurskoðun

Lögð er fram til afgreiðslu skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagalaga nr. 123/2010 Aðalskipulag Strandabyggðar 2024-2036, sem er heildarendurskoðun gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkti þann 12. nóvember 2024 aðalskipulagstillöguna til auglýsingar og var hún til kynningar frá 20. desember 2024 með athugasemdarfresti til 28. febrúar 2025. 


Á kynningartímanum bárust 25 umsagnir og athugasemdir. Farið hefur verið yfir þær og tekin afstaða til þeirra. Gerð er grein fyrir viðbrögðum við umsögnum og efnislegum athugasemdum í samantekt dags. 3. apríl 2025.

Ýmsar minniháttar breytingar hafa verið gerðar á texta til að skerpa á ákvæðum og áherslum, auk lagfæringa á framsetningu.  Helstu breytingar sem gerðar voru frá auglýstri tillögu eru:

  • Þéttbýlismörkum var breytt að vestanverðu og afmörkun flugvallarsvæðis.
  • Afmörkun iðnaðarsvæðis I7 vegna Austurgilsvirkjunar var breytt lítillega.
  • Afmörkun hverfisverndarsvæða var breytt.
  • Skógræktar- og landgræðslusvæði skilgreint á jörðinni Felli við Kollafjörð.
  • Háspennulína og tengivirki frá Hvalárvirkjun sem var í auglýstri tillögu var tekin burt því ákvörðun um legu liggur ekki fyrir.
  • Gildistímabil í heiti aðalskipulags hefur verið uppfært í 2024-2036.

Umhverfis- og skipulagsnefnd mun gera grein fyrir viðbrögðum við umsögnum og leggja til við sveitarstjórn að samþykkja Aðalskipulag Strandabyggðar 2024-2036 með þeim breytingum sem gerð er grein fyrir í samantekt.

 

Deiliskipulag Brandskjóla

Um er að ræða deiliskipulag innan þéttbýlis á Hólmavík fyrir nýtt íbúðarsvæði (ÍB5) og svæði fyrir samfélagsþjónustu (S3), sbr. Aðalskipulag Strandabyggðar 2024-2036 sem kynnt var samhliða deiliskipulaginu.

Tillagan var auglýst frá 28. janúar með athugasemdarfresti til 14. mars 2025. Athugasemdir bárust.  Minjastofnun Íslands gerði engar athugasemdir. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða benti á að æskilegt væri að veita ofanvatni í aðskilið kerfi til næsta viðtaka. Tveir einstaklingar gerðu athugasemdir sem báðar snéru að útfærslu gatnakerfis og gagnrýndu að ekki væri önnur gata að Brandskjólum en Vitabraut. Áhyggjum var lýst af burðarþoli Vitabrautar og að umferðarálag frá Brandskjólum kallaði á aðra vegtengingu um Jakobínutún.


Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að vegtenging milli Jakobínutúns og Brandskjóla var skoðuð við mótun tillögunnar en ekki talin ákjósanleg því það myndi óhjákvæmilega skapa gegnumstreymisumferð um nýtt íbúðarhverfi Brandskjóla og auka bílaumferð um Vitabraut. Góðar göngutengingar eru úr aðliggjandi íbúðargötum að Jakobínutúni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felst á að lagfæra þarf framsetningu göngustíga til samræmis milli deiliskipulags Jakobínutúns og deiliskipulags Brandskjóla. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulag Jakobínutúns skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga með ofangreindri breytingu.

 

Deiliskipulag Jakobínutúns

Um er að ræða deiliskipulag fyrir hluta nýs miðsvæðis á Hólmavík, sbr. M2 í Aðalskipulagi Strandabyggðar 2024‐2036 sem kynnt var samhliða deiliskipulaginu.


Á svæðinu er nú til staðar íþróttahús, sundlaug, félagsheimili, verslun og tjaldsvæði en ráðgert er að auka þjónustu á svæðinu og byggja þar m.a. hótel, endurskipuleggja tjaldsvæði, leiksvæði og fleira. Svigrúm er einnig fyrir breytingar á núverandi húsnæði og nýbyggingum, sem falla að nýtingu svæðisins.

Tillagan var auglýst frá 28. janúar með athugasemdarfresti til 14. mars 2025. Athugasemdir bárust.  Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarstofnun gerðu engar athugasemdir. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða setti fram ábendingar um umfjöllun um veitumál. Í umsögn Vegagerðarinnar eru minnt á reglur um veghelgunarsvæði og fjarlægðir milli vegtenginga utan þéttbýlis, sem ekki kalla á breytingu deiliskipulagstillögu.


Einnig bárust athugasemdir frá fimm einstaklingum, sem snéru að staðarvali hótels og óskir um hótel við hafnarsvæðið. Einnig var lýst áhyggjum af því að klettaborgirnar yrðu eyðilagðar með uppbyggingu, staðasetning tjaldsvæða og leiksvæðis var gagnrýnd. Þá var lýst áhyggjum af kostnaði sveitarfélagsins við hótelframkvæmd. Bent var á misræmi á stígakerfa milli aðliggjandi deiliskipulagssvæða og kallað eftir vegtengingu milli Jakobínutúns og Brandskjóla.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felst ekki á að staðsetning hótels við Jakobínutún gangi ekki upp. Svæðið er skilgreint sem miðsvæði og þar er landrými til staðar fyir slíka starfsemi. Staðsetning er heppileg með tillit til umferðar að því leyti að umferð ferðamanna mun síður valda ama í íbúðarbyggð en ef hóteluppbygging yrðir í gamla bænum. Aðrar byggingar s.s. gamla sláturhúsið standa ekki til boða undir hótelstarfsemi og eru því ekki raunhæfir valkostir. Byggingareitur fyrir hótel við Jakobínutún tekur til hluta af klettaborg og lögð er áhersla að aðlaga byggingu að landslagi og forðast rask utan byggingareits og bílastæða. Eftir uppbyggingu verður landslag klettborganna óbreytt utan byggingareitsins. Kostnaður við hóteluppbyggingu og lóðaframkvæmdir hótels er borinn af framkvæmdaraðilum en ekki sveitarfélaginu.


Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að vegtenging milli Jakobínutúns og Brandskjóla var skoðuð við mótun tillögunnar en ekki talin ákjósanleg því það myndi óhjákvæmilega skapa gegnumstreymisumferð um nýtt íbúðarhverfi Brandskjóla og auka bílaumferð um Vitabraut. Góðar göngutengingar eru úr aðliggjandi íbúðargötum að Jakobínutúni. 


Umhverfis- og skipulagsnefnd felst á að lagfæra þarf framsetningu göngustíga til samræmis milli deiliskipulags Jakobínutúns og deiliskipulags Brandskjóla, en það verður lagfært á uppdrætti deiliskipulags Brandskjóla (sjá mál nr. 2 í fundargerð). 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulag Jakobínutúns óbreytt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

 

  1. Merkjalýsing Broddanes
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þessa landeignaskiptingu í samræmi við framlögð gögn.


3. Breytt staðfang Víkurtúns 19 – 25


Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyta staðfangi Víkurtún 19 – 25 í Höfðatún 1 -7.

 

  1. Breytt notkun húsnæðis að Höfðagötu 3b

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og notkun Höfðagötu 3b verði skilgreind sem safnastarfsemi.

 

  1. Breytt staðfang Höfðagötu 3b

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyta staðfangi Höfðagötu 3b yfir í Norðurfjöru 1.

 


Fundi slitið kl 20:12

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón