Forföll og veikindi

Veikindi barna:

Það er réttur barnsins að vera heima þegar það er veikt, t.d. með hita eða almenna vanlíðan. Veikt barn getur smitað önnur börn sem kallar á fjarvistir bæði barna og foreldra. Einnig eru líkur á að starfsfólk geti smitast. Eftir veikindi skal barnið dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í a.m.k. einn sólarhring. Þegar barnið kemur  aftur í leikskólann eftir veikindi getur það fengið að vera inni í einn dag. Lyfjagjöf er á ábyrgð foreldra. Þurfi barn að taka lyf skal því hagað þannig að það geti tekið lyfið heima. Starfsfólk leikskólans gefur ekki lyf nema í brýnni nauðsyn.


Smitsjúkdómar:

Fái barnið smitsjúkdóm er rétt að láta leikskólann vita svo draga megi úr smithættu innan skólans.

  • Augnsýking. Augað er rautt og umgjörðin bólgin, gröftur í augum. Smithætta er á meðan. Barnið má mæta aftur í leikskólann einum sólarhringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin.

  • Höfuðlús. Hætta er á smiti þar til meðferð er hafin. Barnið má mæta aftur í leikskólann þegar meðferð er hafin.

  • Hlaupabóla. Smithætta hefst nokkrum dögum áður en útbrot koma fram og varir 5 dögum eftir að útbrot koma fram eða ekki koma nýjar bólur í 2 daga og bólur orðnar þurrar. Barnið má mæta aftur í leikskólann þegar bólur eru orðnar þurrar eða eftir 5-7 daga.

  • Njálgur. Smithætta varir þangað til meðferð er hafin. Barnið má mæta aftur í leikskólann þegar meðferð er hafin

  • Streptókokka hálsbólga og skarlatsótt. Smithætta varir frá smiti og í einn sólarhring eftir að sýklalyfjameðferð er hafin. Barnið má mæta aftur í leikskólann einum sólarhringi eftir að sýklalyfjameðferð hefst og barninu líður annars vel.


Nánari upplýsingar varðandi smitsjúkdóma er hægt að nálgast í leikskólanum, hanga uppi við inngang.


Fjarvistir:

Ef um veikindi barnanna eða aðrar fjarvistir svo sem frí styttri eða lengri er að ræða viljum við biðja foreldra að tilkynna það  í tölvupósti á netfangið: skolastjori@strandabyggd.is eða í síma 451 3411.

uppfært okt.2023

 
Vefumsjón