Matseðill og mötuneyti
Á Lækjarbrekku eru þrjár máltíðir yfir daginn; morgunmatur, hádegismatur og síðdegishressing. Auk þess er boðið upp á ávexti um miðjan morguninn.
Matráður sem starfar á Lækjarbrekku sér um að reiða fram morgunmat og síðdegishressingu. Hádegismatur er í höndum starfsfólks sameinaðs leik-grunn og tónskóla Hólmavíkur. Maturinn er eldaður í félagheimilinu og komið er með matinn í leikskólann á þartilgerðum bökkum. Matráður leikskólans sér um að framreiða matinn á vagna fyrir börnin í leikskólanum.
Matseðill skólans er settur mánaðarlega inn á samskiptakerfið Karellen sem er aðgengilegt foreldrum og starfsfólki. Að auki hangir hann uppi á hvorri deild fyrir sig og sett er upp myndrænt vikuskipulag matseðils fyrir börnin.
Leikskólaeldhús
-
Morgunverður er framreiddur í leikskólanum frá kl. 8:30-9:00. Það sem boðið er upp á er cheerios, cornflakes, AB mjólk, hafragraut og þorskalýsi.
-
Ávaxtastund er daglega í leikskólanum um miðjan morgun.
-
Hádegismatur byrjar kl. 11:30.
-
Síðdegishressing er framreidd í leikskólanum og hefst hún kl. 14:30. Ýmist er boðið er upp á brauð, flatkökur, rúgbrauð, hrökkbrauð eða maískex. Einstaka sinnum er boðið upp á ristað brauð. Alla daga vikunnar eru ávextir í síðdegishressingu.
uppfært 15.11.2023
Smellið hér til að sjá gjaldskrá leikskóla