Dagskráin uppfærð
| 19. júní 2009
Dagskrá hamingjudag er nú óðum að mótast og eru uppfærslur á henni gerðar nánast daglega, jafnharðan og upplýsingar um viðburðir og atriði berast og eru staðfestar. Dagskrána er að finna undir hnappnum dagskrá, sem kemur í ljós þegar smellt er á hnappinn Hamingjudagar vinstra meginn á vefnum. Í byrjun næstu viku verður gengið endanlega frá tónlistaratriðum þeirra heimamanna sem færa okkur Hamingjutóna þetta árið. Ef einhverjir luma ennþá að tónlist eða öðrum skemmtiatriðum í pokahorninu eru þeir hinir sömu hvattir til að setja sig í samband við framkvæmdastjóra.
Prentaðri dagskrá verður dreift í 5000 eintökum í nágrannabyggðarlög í lok næstu viku og einnig verður henni dreift á hátíðinni. Þá stendur til að setja prentvæna útgáfu hér á vefinn þegar nær líður.
Prentaðri dagskrá verður dreift í 5000 eintökum í nágrannabyggðarlög í lok næstu viku og einnig verður henni dreift á hátíðinni. Þá stendur til að setja prentvæna útgáfu hér á vefinn þegar nær líður.