4. maí 2020

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 22. apríl 2020

Takmarkanir á fjölda nemenda í leik- og grunnskólum falla alveg niður 4. maí og einnig fjöldatakmarkanir við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólaaldri. Fjöldamörk samkomubanns hækka á sama tíma úr 20 í 50 manns.

Þetta þýðir að reglur um fjöldatakmörk og um tveggja metra nálægðarmörk munu frá 4. maí ekki eiga við um nemendur í starfi leik- og grunnskóla. Þannig verður því unnt að halda óskertri kennslu og vistun barna. 
Sundkennsla og skólaíþróttir innanhúss og utan verða heimil og 5 ára nemendur komast í kennslu í grunnskólanum samkvæmt móttökuáætlun sem verður yfirfarin og kynnt fyrir 4. maí.
Tónlistarkennsla og íþróttaæfingar hefjast og Frístund og Félagsmiðstöð opna aftur.

Fullorðnir í skólaumhverfinu, starfsfólk og foreldrar munu þurfa að gæta sín aðeins lengur og þurfa áfram að halda fjöldatakmörk (50 manns) og fjarlægðarmörk (2 metra) eins og mögulegt er.

Áform stjórnvalda um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi voru kynn á fréttamannafundi 14. apríl sl. og hafa nú verið útfærð nákvæmlega.
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Breyttar-reglur-um-takmarkanir-a-samkomum-fra-4.-mai/

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Skola-fristunda-og-ithrottastarf-barna-og-ungmenna-eftir-4.-mai-/

https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/



Vefumsjón