Dagur íslenskrar tungu
Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. nóvember 2014
Þann 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni komu Jón E. Alfreðsson og Aðalheiður Ragnarsdóttir í heimsókn í og lásu söguna um tröllskessuna Gilitrutt og fluttu kvæðið: Í loftillum svefnklefa Sigurður hraut. Bæði börn og starfsfók höfðu gaman af og þökkum við þeim kærlega fyrir.