Hrossagauki bjargað

Leikskólinn Lækjarbrekka | 13. ágúst 2019
« 1 af 2 »
Í útiveru tóku börnin eftir fugli á leikskólalóðinni sem átti erfitt með flug. Börnin ásamt starfsmanni náðu fuglinum og fóru með hann inn. Haft var samband við Hafdísi náttúrufræðing sem kom til okkar að skoða fuglinn. Hún fræddi börnin um hrossagaukinn og hans kjörlendi. Hafdís tók fuglinn með sér og kom honum aftur út í náttúruna á öruggara svæði.
Vefumsjón