Jólaball
Leikskólinn Lækjarbrekka | 23. desember 2014
Þann 17. des var haldið jólaball í leikskólanum. Skólinn var skreyttur og tréð sett upp. Dansað var í kringum jólatréð og sungið við traustan undirleik Hlífar Hrólfsdóttur. Þegar söngurinn stóð sem hæst komu tveir jólasveinar aðvífandi og brugðu á leik í garðinum áður en þeir komu inn til okkar. Börnin voru glöð að sjá sveinana og vildu ólm dansa með þeim.
Jólasveinarnir færðu svo öllum leikskólabörnunum pakka að gjöf áður en þeir skunduðu af stað.
Í hádeginu bauð Bára upp á hangikjöt og tilheyrandi þannig að jólastemningin var hin mesta.
Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól
Jólasveinarnir færðu svo öllum leikskólabörnunum pakka að gjöf áður en þeir skunduðu af stað.
Í hádeginu bauð Bára upp á hangikjöt og tilheyrandi þannig að jólastemningin var hin mesta.
Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól
og farsælt komandi ár héðan úr Lækjarbrekku