Lubbi fer á barnabókasafnið
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. febrúar 2020
Sérstök opnun fyrir leikskólabörn og foreldra verður á Barnabókasafni mánudaginn 3. febrúar klukkan 16:00-17:00.
Þá fer Lubbi á bókasafnið en Lubbi er íslenskur hundur sem safnar málbeinum.
Alma Benjamínsdóttir les Lubbasögu klukkan 16:30 og Lubbaefni verður til sýnis.
Þá fer Lubbi á bókasafnið en Lubbi er íslenskur hundur sem safnar málbeinum.
Alma Benjamínsdóttir les Lubbasögu klukkan 16:30 og Lubbaefni verður til sýnis.
Lubbi finnur málbein er málörvunarefni sem er hannað af Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur, en þær eru báðar talmeinafræðingar.
Lestrarátak stendur nú yfir í leikskólanum og foreldrar eru hvattir til að vera duglegir að lesa fyrir börnin og með þeim.
Góða kynningu á Lubba má finna á síðunni http://www.lubbi.is/
Bókasafnið er til húsa í Grunnskólanum á Hólmavík