Þorrablót

Leikskólinn Lækjarbrekka | 22. janúar 2016
Í dag héldum við þorrablót í leikskólanum Lækjarbrekku. Eftir morgunverð hittumst við öll og sungum þorralögin saman. Þar á eftir var brugðið á leik. Í hádeginu settu börnin upp víkingahjálma sem þau höfðu skreytt og borðuðu þorramat. Það var mismikill áhugi á því að smakka á súrmatnum og enginn áhugi var á því að prófa hákarlinn. Þau létu sér nægja að þefa af honum, oft. :)
Vefumsjón