Umferðarfræðsla
Leikskólinn Lækjarbrekka | 07. júní 2017
í gær 6. júní kom Hannes Yfirlögregluvarðstjóri í heimsókn til okkar hér á leikskólanum og fór yfir umferðarreglurnar með börnunum og ræddi þær hættur sem ber að varast í umferðinni.
Hjóladagurinn verður á fimmtudaginn og af því tilefni sagði Hannes börnunum söguna af Lúlla lögreglubangsa sem notaði ekki hjálm þegar hann hjólaði. Lúlli lenti í slysi, varð fyrir bíl og fékk höfuðhögg og þurfti að fá umbúðir á höfuðið og á hendina.
Þá minntist hann á það að þó að börnin kunni umferðarreglurnar þá geta þær oft gleymst í hita leiksins og því þarf að brýna fyrir börnunum að muna eftir þeim alltaf, líka þegar það er gaman eða þegar maður sér einhvern hinu megin við götuna sem maður þekkir og vill hitta strax. þá þarf alltaf að muna að bíða, horfa og hlusta.
Hannes minntist einnig á mikilvægi þess að allir noti bílbelti, alltaf, því foreldrarnir eru fyrirmyndir barna sinna.
Börnin hlustuðu mjög áhugasöm á Hannes.
í vikunni ætla þau að teikna mynd af lögreglumanni eða lögreglutengdum hlut og senda Hannesi í þakklætisskini fyrir að hafa komið og frætt þau um hættur sem leynast í umferðinni.
Hjóladagurinn verður á fimmtudaginn og af því tilefni sagði Hannes börnunum söguna af Lúlla lögreglubangsa sem notaði ekki hjálm þegar hann hjólaði. Lúlli lenti í slysi, varð fyrir bíl og fékk höfuðhögg og þurfti að fá umbúðir á höfuðið og á hendina.
Þá minntist hann á það að þó að börnin kunni umferðarreglurnar þá geta þær oft gleymst í hita leiksins og því þarf að brýna fyrir börnunum að muna eftir þeim alltaf, líka þegar það er gaman eða þegar maður sér einhvern hinu megin við götuna sem maður þekkir og vill hitta strax. þá þarf alltaf að muna að bíða, horfa og hlusta.
Hannes minntist einnig á mikilvægi þess að allir noti bílbelti, alltaf, því foreldrarnir eru fyrirmyndir barna sinna.
Börnin hlustuðu mjög áhugasöm á Hannes.
í vikunni ætla þau að teikna mynd af lögreglumanni eða lögreglutengdum hlut og senda Hannesi í þakklætisskini fyrir að hafa komið og frætt þau um hættur sem leynast í umferðinni.