Útskriftarferð 2017
Leikskólinn Lækjarbrekka | 30. maí 2017
í gær, mánudaginn 29. maí fór útskriftarhópur leikskólans í útskriftarferð ásamt Aðalbjörgu leikskólastjóra og Brynju deildarstjóra.
Svanur skólabílstjóri fór með hópnum.
Byrjað var á því að fara á Drangsnes og fræddust börnin um "Kerlinguna" sem þar er að finna í fjörunni. Svo fóru þau og borðuðu hammara og franskar á Malarkaffi.
Eftir matinn var brunað að Laugarhóli í Bjarnarfirði og Kotbýli kukklarans skoðað. Svo var farið í sund.
Að lokum eftir góðan og vætusaman sundtúr var farið með alla í KSH Hólmavík þar sem allir fengu ís.
Stórskemmtileg ferð í alla staði.
Myndir úr útskriftarferðinni eru komnar inn í myndasafnið
Svanur skólabílstjóri fór með hópnum.
Byrjað var á því að fara á Drangsnes og fræddust börnin um "Kerlinguna" sem þar er að finna í fjörunni. Svo fóru þau og borðuðu hammara og franskar á Malarkaffi.
Eftir matinn var brunað að Laugarhóli í Bjarnarfirði og Kotbýli kukklarans skoðað. Svo var farið í sund.
Að lokum eftir góðan og vætusaman sundtúr var farið með alla í KSH Hólmavík þar sem allir fengu ís.
Stórskemmtileg ferð í alla staði.
Myndir úr útskriftarferðinni eru komnar inn í myndasafnið