Vanessuhátíð og bangsadagur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 27. október 2017
síðastliðinn föstudag var Vanessuhátíðin haldin í leikskólanum. Vanessuhátíð er haldin í tengslum við afmæli Vanessu okkar, sem er styrktarbarn leikskólans. Vanessa býr í Zimbabve og er 6 ára gömul.
á hátíðinni sungu leikskólabörnin fyrir gesti og gangandi og leikskólastarfsmenn seldu ýmsan varning sem bæði börn og starfsfólk hafði útbúið. Ágóðinn af söluvarningnum fer svo upp í árgjald fyrir Vanessu, sem tilheirir SOS barnaþorpi.
Óhætt er að segja frá því að ágóðinn af hátíðinni  fór langleiðina upp í árgjaldið. 
Myndir frá Vanessuhátíð er að finna á myndasíðunni

Á mánudag eftir vanessuhátíðina fóru börnin á Dvergakoti með ágóða sölunnar yfir í Sparisjóðinn og lögðu inn á reikning fyrir Vanessu.

í dag var svo alþjóðlegi bangsadagurinn haldinn hátíðlegur. Öll börn leikskólans tóku með sér bangsa að heiman og fékk hann að dúllast með börnunum í hefðbundnum leikskólastörfum. Börnin á eldri deildinni teiknuðu mynd af sínum bangsa.

Vefumsjón