Móttaka nýrra starfsmanna

Móttaka nýrra starfsmanna - Leikskólastjóri

Gátlisti fyrir fyrsta viðtal af þremur á þriggja mánaða aðlögunartímabili.


  • Skipulag húsnæðisins

  • Kynnir nýja starfsmanninn fyrir öðru starfsfólki

  • Sýnir starfsmanni þau tæki og tól sem notuð eru í starfinu s.s. tölvur, iPadar, myndavélar.

  • Greinir frá hlutverki deildarstjóra sem næsti yfirmaður

  • Skýrir frá reglum varðandi leyfi í vinnutíma. Ef þörf er á að fara til læknis eða fá frí til styttri eða lengri tíma á að ræða það við deildarstjóra sem hefur samráð við leikskólastjóra.

  • Finnur til vinnufatnað.

  • Kynnir starfsmannahandbók eða vísar á heimasíðu.

  • Ráðningarsamningur undirritaður.

  • Þagnareiður undirritaður.

  • Boðar starfsmann í samtal eftir tvær vikur í starfi. Kynnir fyrirkomulag aðlögunar starfsmanns, þrjú viðtöl á þriggja mánaða aðlögunartímabili.

  • Fer yfir tilkynningu veikinda, veikindarétt og fleira.

Móttaka nýrra starfsmanna – Deildarstjóri.

 

  • Fer yfir dagskipulag deildarinnar og útskýrir markmið og leiðir með einstaka þáttum þess

  • Fer yfir vinnu-/verkskipulag deildarinnar og útskýrir eftir þörfum

  • Kynnir barnahópinn

  • Kynnir nýja starfsmanninn fyrir foreldrum

  • Sýnir leikefni deildarinnar

  • Sér um að starfsmannaupplýsingar séu uppfærðar á vefsíðu.

Eftir fjórar vikur í starfi, á starfsmaður að hafa öðlast þekkingu á eftirfarandi:

  • Skráning í málörvunarstund

  • Fræðsla um stefnu skólans

  • Fræðsla um gildandi stefnur og áætlanir í starfsáætlun

  • Skólastefna Strandabyggðar

  • Læsisstefna leikskólans


Eftir fjórar vikur í starfi:

  • Er starfsmaður ákveðin(n) í að vera áfram?

  • Starfsrammi yfirfarinn og leiðréttur ef þarf - þetta er gert reglulega.

  • Líðan og virkni í starfi

  • Að skipuleggja hópastarf

  • Að sjá um samverustundir

  • Val á leikefnivið

  • Þátttaka í verkefnum skólans

Vefumsjón