Stoðþjónsta
Stoðkerfi
Nemendaverndarráð
Þroskaþjálfi situr nemendaverndarráðsfundi Grunn- og tónskólans á Hólmavík fyrir hönd leikskólans ásamt skólastjóra, fulltrúa sérkennslu og félagsmálastjóra Stranda- og Reykhólahrepps.
Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Einnig að vera skólastjórnendum til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur.
Aðgengi að heilsugæslu
Sérkennslustjóri og skólastjóri geta leitað til hjúkrunarfræðings ef nemandi þarf frekari aðstoð vegna sérþjónustu eða nánari greiningar.
Með leyfi foreldra eru upplýsingar um niðurstöður úr PEDS-spurningarlistanum og Brigance sendar í leikskólann svo að hægt sé að styrkja barnið áfram í leikskólanum hvort sem í hóp eða einstaklingslega.
Stoðþjónusta
Móttaka nemenda með sérþarfir
Fundað er með foreldrum og reynt að fá allar upplýsingar sem liggja fyrir til að hægt sé að koma til móts við þarfir barnsins um leið og barnið kemur inn í skólann. Markmiðið er að tryggja að ekki verði afturvirkt rof á umönnun barnsins. Móttaka hvers barns er sniðin af þörfum þess og er á ábyrgð og í umsjón Skólastjóra, deildarstjóra og þroskaþjálfa.
Stoðþjónusta
Leikskólinn er fyrir öll börn óháð líkamlegu og andlegu atgervi og ber leikskólanum að taka tillit til þarfa hvers einstaks barns svo það fái notið sín.
Markmið stoðþjónustu eru að:
Styðja barnið þannig að það geti notið leikskóladvalar sinnar.
Skapa aðstöðu til að barnið geti þroskast sem best á eigin forsendum.
Ef grunur leikur á að barn þarfnist stoðþjónustu er fylgst með því og í framhaldi af því eru gerðar ráðstafanir sem hægt er að gera innan ramma leikskólastarfsins. Ef ástæða þykir til frekari aðgerða er, í samráði við foreldra barnsins, leitað til utanaðkomandi sérfræðinga til frekari ráðgjafar.
Uppfært 3. júní 2022