Væntingar og kröfur til starfsfólks
Kennarar skólans starfa eftir þeirri stefnu og því skipulagi sem skólinn hefur. Þeim ber að sinna starfi sínu af alúð og virðingu og að hafa hugfast að þeir eru að vinna eitt mikilvægasta og mest krefjandi starf í íslensku samfélagi, það er; kennsla, uppeldi og umönnun barna á 1. skólastiginu.
Starfsmaður ber ábyrgð, bæði sem einstaklingur og sem hluti af heildinni.
Honum ber:
-
að lesa starfsmannaupplýsingar reglulega
-
að vera stundvís og reglusamur
-
að sýna áhuga, ábyrgð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
-
að þekkja og fara eftir skipulagi leikskólans
-
að fylgjast með og fara eftir starfsáætlun
-
að virða þagnarskyldu
-
að sýna áhuga, eftirtekt og leita svara um þarfir hvers nemanda
-
að efla samvinnu við annað starfsfólk og foreldra
-
að sýna ávallt fyllstu kurteisi
-
að sýna stofnuninni, yfirmönnum og öðrum samstarfsmönnum virðingu og hollustu
Siðareglur kennara
Kennari:
-
Menntar nemendur
-
Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu
-
Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju
-
Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi
-
Hefur jafnrétti að leiðarljósi
-
Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir
-
Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra
-
Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu
-
Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana
-
Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt
-
Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu
-
Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar
Réttindi og skyldur
Stéttarfélög vernda réttindi starfsmanna eftir því sem við á. Það er skylda starfsmanns að kynna sér í samráði við leikskólastjóra og trúnaðarmenn hverjar þær eru. Starfsmannastefna, siðareglur starfsmanna, skráning á vinnutíma, tilkynningar um veikindi og vitneskja um trúnaðarmann. Það er skylda stjórnenda að upplýsa starfsmann um sömu atriði í móttökusamtölum. Það er á ábyrgð starfsmanns að viðhalda þekkingu sinni á sínum réttindum.
Fríðindi starfsmanna Strandabyggðar
Styrkur til íþróttaiðkunnar
Strandabyggð veitir starfsmönnum sveitafélagsins afslátt til íþróttaiðkunnar. Afslátturinn er upp á 10.000 kr. á ári þegar keypt eru íþróttakort. Það gæti t.d. verið í íþróttamiðstöðinni, golfklúbbnum eða mótorcross.
Umgengni
Umgengni í leikskólanum á að vera þannig að hver hlutur sé á sínum stað og hver og einn ber ábyrgð á sínu vinnusvæði.
Sameiginleg svæði eins og forstofur, fatahengi starfsmanna og Listakot eru á ábyrgð allra og þurfum við því að hjálpast að við að halda þeim snyrtilegum.
Starfsmenn sjá um að halda útisvæðinu við, sópa stéttar og ganga frá í skúrnum. Deildarnar skipta með sér verkum.
Önnur hagnýt atriði
Kaffitímar
Kaffitímar starfsfólks hefjast kl. 12:00 og raðast eftir skipulagi deilda. Kaffitímar eru þrjátíu og fimm mínútur fyrir þá sem vinna allan daginn, en þeir sem eru í hlutastarfi fá kaffitíma í samræmi við vinnutíma. Þessar tímasetningar þarf að virða, hver er ábyrgur fyrir sínum tíma og sjá til þess að ekki komi niður á öðrum.
Skrepp
Kaffitími er hentugasti tími til að sinna erindum en þess utan þarf að fá leyfi deildarstjóra eða hjá þeim starfsmanni sem “skreppið” bitnar á. Þegar fólk þarf að fara til læknis þá reyni það að fá tíma sem henti deildinni best.
Starfsmannaskápar. Reynt er að sjá til þess að allir starfsmenn hafi skáp fyrir persónulegar eigur sínar og lykil að sínum skáp. Þeir sem taka lyf í leikskólanum verða að sjá til þess að lyfin séu í skápnum og að skápurinn sé læstur þannig að lyfin séu engan veginn aðgengileg fyrir börnin.
Sími
Fólk hefur aðgang að síma í kaffistofu/undirbúningsherbergi og skrifstofu leikskólastjóra og þaðan er hægt að hringja. Þegar hringt er í starfsfólk er það sótt í síma, ef viðkomandi er upptekin eru tekin skilaboð. Ætlast er til að fólk hafi farsíma sína í skáp en ekki inni á deildum nema nauðsyn beri til og þá í samráði við deildarstjóra.
Börn starfsmanna í leikskólanum
Æskilegt er að börn starfsmanna séu á öðrum deildum en foreldrarnir vinna. Þetta er oft vandasamt og þarf að taka tillit til foreldra, barna og starfsfólks þannig að það séu ákveðnar reglur í samráði við deildarstjóra barnsins.
Starfsmannbörn í heimsókn
Þegar börn koma með foreldrum sínum í vinnu t.d. vegna lokunnar í grunnskóla þá er það í samráði við leikskólastjóra og deildarstjóra. Það er skýr regla að börn eru ekki í kaffistofunni og viðkomandi foreldri þarf að bera ábyrgð á sínum börnum. Þegar börn koma í stutta heimsókn þá er gott að nefna það við samstarfsfólk.
Veikindi
Veikindi þarf að tilkynna strax símleiðis að morgni áður en vinnutími hefst. Tilkynna skal veikindi til leikskólastjóra. Ef vitað er um veikindi kvöldið áður er gott að láta leikskólastjóra vita svo hægt sé að athuga með afleysingarstarfsmann. Gott er að láta vita daglega um batahorfur. Skila þarf inn læknsivottorði ef veikindi standa lengur en tvo daga. Aðrar reglur um veikindi eru samkvæmt kjarasamningum.
Frí
Leikskólinn er lokaður á sumrin í fimm vikur samfellt. Það er í skoðun að loka leikskólanum í 6 vikur samfelt vegna breyttra kjarasamninga leikskólastarfsmanna, en ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um það. Launað leyfi er samkvæmt kjarasamningum starfsmenn geta átt allt að sex vikur á ári og ber að taka frí umfram lokun í samráði við leikskólastjóra. Gott er að hafa einhvern fyrirvara á því. Launalaust leyfi er hægt að sækja um hjá leikskólastjóra en ekki hægt að ganga að því vísu þar sem oft er óhægt um vik.
Þagnarheit
Brýnt er að starfsfólk leikskólans skrifi undir og virði þagnarheit í hvívetna. Aldrei má gefa upplýsingar um hagi barnanna hvorki fyrr né síðar út fyrir leikskólann. Þegar hringt er eftir upplýsingum um börn þá á að vísa því til leikskólastjóra eða deildarstjóra eftir því sem við á. Við gefum ekki símanúmer barna til annarra foreldra það verða foreldrar að sjá um sjálfir. Við ræðum ekki um börnin á leikskólanum né heldur hegðun þeirra eða hátterni við foreldra annarra barna.
Alvarleg brot í starfi (þarf að uppfæra).
Grunur um áfengi eða vímuefni
Ef grunur er um að foreldri eða sá sem sækir barn sé undir áhrifum áfengis eða vímuefna þá á viðkomandi starfsmaður að tilkynna það strax til deildarstjóra/leikskólastjóra um leið og barnið er sótt.