Lubbavísur

Lubbavísur Aa Aa

Lag: Í skóginum stóð kofi einn

 A,a,a, hvað amma er góð,
afi er líka gæðablóð.
Afi sesgir a, a, a,
amma svarar: Ha?

Amma segir: Alli minn,
Alli, þú ert besta skinn.
Alli segir, a, a, a,
amma svarar: Tja.

 

 Lubbavísur Mm, Mm
Lag:  Þumarfingur, þumalfingur hvar ert þú

Músin mjúka
má hún fá
í magann sinn
meiri ost, meiri ost?
m, m, m, m, m, m.

Músin maular
mjúkan ostinn.
Má ég fá
mjúkan ost, músarost
m, m, m, m, m, m.

Lubbavísur Bb, Bb
Lag: Inn og út um gluggann

 

Blása sápukúlur,

blása sápukúlur.

Blása, mása og blása

b, b, b, b, b.

Sjá þær úti svífa

sjá þær hærra klífa.

Blása, mása og blása

b, b, b, b, b.

Lubbavísur N n N n
Lag: Ríðum heim til hóla

Nudda á sér nefið
n, n, n, mig kitlar svo.
N, n, n, n, nebbanudd,

núna lagar kvefið.

Nefið er með nasir,
nös og nös, þær eru tvær.
Spegilinn ég næ í nú,
nefið við mér blasir.


Lubbavísur D d D d
Lag: Krummi svaf í klettagjá

 

 Úti drjúpa droparnir,
detta og sletta soparnir,
heyrist í þeim d, d, d,
Þeir detta, sletta og skvetta.

Edda og Kiddi dansa dátt
D, d, d þau kalla hátt
þegar þau heyra þetta
já heyra dropa detta

 

 

 

Lubbavísur Í í Í í    Ý ý Ý ý                               

Lag: Fljúga hvítu fiðrildin

 

Íris kallar í, í, í,

í hvað þetta er gaman.

Ívar botnar ekkert í,

í öllu þessu saman.

 

 

Lubbavísur Ú ú Ú ú
Lag: yfir kaldan eyðisand

Úlla hrópar ú, ú ú,
Ú er skráð á spjöldin.
Uglan segir ú-hú-hú
Úti seint á kvöldin

Lubbavísur V v V v

Lag: inn og út um gluggann

 

 

Viltu hlusta á vindinn

varla er hann neitt fyndinn.

Vindurinn að vestan

v, v, v, v, v.

Úti er vonsku veður,

veðrið engan gleður.

Úti væla vofur:

vú, vú, vú, vú, vá.

 

 

 

 

 

Lubbavísur J,j J, j

Lag: Í skóginum stóð kofi einn

 

Jeppinn fór á jökulinn,

Jórunn hún var bílstjórinn,

j, j, spólar jeppinn þar,

í jökli fastur var.

 

Jeppinn uppi á jökli sat,

j, j, spólar á sig gat.

Jórunn onaf jökli gekk,

jeppann vantar dekk.


Lubbavísur, H, h, H, h
Lag: göngum göngum

Hott, hott á hesti,
hesturinn minn besti,
hlauptu og stökktu h, h, h.

 

 Blesi og Skjóna
reka upp hrossahlátur:
Ho, ho, hah, hah, h, h, h

Lubbavísur: E, e, E, e

Lag: Klappa saman lófunum

 

Edda hugsar e, e, e,

E, e, e, ég held ég sé

Ekki best í þessu,

Ég er með flest í klessu

 

Lubbavísur U, u, U, u

Lag: Fljúga hvítu fiðrildin

 

Ef þú ferð að ulla á mig,

U, u, ljóti Tóti.

U, u, u ég ulla á þig,

Ég ulla bara á móti.

 

 

Lubbavísur L, l, L, l

Lag: ríðum heim til Hóla

 

 

Lubbi er að lita,

loftið blátt og gula sól,

lögguhúfu, lamb og stól,

l, l, l, l lita

 

 

Litar hann og litar

litar grænt og rautt og blátt,

litar dökkt og ljóst og grátt

l, l, l, l litar.


Lubbavísur G, g, G, g

Lag: Þumalfingur

 

Hænan segir gagga gagg,

Í gogginn fær

grjónagraut, grjónagraut

g, g, g, g, g, g, g.

 

Haninn segir gaggalagó

og galar hátt:

gefðu mér, gefðu mér
g, g, g, g, g, g, g.

Lubbavísur F f F f
Lag: Kisa mín


Fiðrildi, fiðrildi
flögrar úti í haga
f, f, f- f, f, f
flýgur alla daga.

Fiðrildi, fiðrildi, 
fýkur úti í vindi.
f, f, f - f, f, f
flýgur heim í skyndi.

Lubbavísur S s S s
lag: fljúga hvítu fiðrildin

Sunna litla uss, uss, uss
ekki þessi læti
s, s, s, s, sussu suss
sýndu minni kæti

Ef þú getur ekki hætt
allir sveia og fussa
reyndu nú að sofna sætt
s, s ussu sussa

Lubbavísur I i I i Y y Y y
Lag: yfir kaldan eyðisand

Illa hnýtir Indriði
á sig fína bindið
Imba flissar i hi hi
I hi, þetta er fyndið.

Lubbavísur O, o, O, o

Lag: Yfir kaldan eyðisand

Oddur segir oho ho

o, ég þarf að fara.

Olga svarar: So, so, so

so, so farðu bara.



Lubbavísur P, p, P, p

Lag: Hjólin á strætó

 

Sjáið poppið poppa

p, p, p,

hoppi- popp

skoppi-popp.

Poppa, hoppa og skoppa

p, p, p,

pompa niðrá gólf.

 

Popp úr poka og potti

p, p, p,

poka –popp

potta – popp.

Popp úr poka og potti

p, p, p,

poppar upp í loft.

Lubbavísur T, t, T, t

Lag: Göngum, göngum

 

 

Tomm- tomm tommu,

Tumi slær á trommu,

t, t, t, t

tromm, tromm, tromm

 

 

Trumm, trumm, trumbu,

berjum fast á bumbu,

t, t, t, t,

tromm, tromm, tromm

Lubbavísur K, k, K, k

Lag: Kisa mín

 

Kónguló, kónguló,

kann svo vel að spinna,

kraftaþráð, k, k, k,

klár er hún að tvinna.

 

Kónguló, kónguló,

kenndu mér að vefa.

Komdu nú, k, k, k,

komdu og hættu að þrefa.



Lubbavísur Ö, ö, Ö, ö

Lag: fljúga hvítu fiðrildin

Ögn er bæði súr og svekkt,

Sömuleiðis Össi.

Ö, hvað það er ömurlegt,

Ö, ö, segir Bjössi



Lubbavísur Á, á Á, á

Lag: fljúga hvítu fiðrildin

Á, á, hrópar Ási Sig,

Á, á, þvílíkt bjástur.

Á, á, á, ég meiddi mig,

Má ég þá fá plástur?


Lubbavísur Þ, þ, Þ, þ

Lag: stóra brúin fer upp og niður

 

 

Uppi í lofti þotan þýtur,

þotan þýtur,

þotan þýtur.

Uppi í lofti þotan þýtur

þ, þ, þ, þ, Þýtur.

 

 

 

Þórður upp í loftið lítur,

loftið lítur,

loftið lítur.

Sér þar hvernig þotan þýtur

þ, þ, þ, þ, þýtur



 

Lubbavísur R, r, R, r

Lag: Hann Tumi fer á fætur

 

Börnin renna sér og róla

og reyna að flýta sér

og þau rugga, rúlla og góla

í rigningunni hér.

 

Já, þau róla sér og renna,

renna á skautum hér.

Já, þau róla sér og renna

r – r- r- r- r- r-

Lubbavísur Ð, ð, Ð, ð

Lag: Lóan er komin

 

Vitið þið það hvernig lúðunni líður?

Lúðunni góðu sem þið hafið séð.

Meðan hún niðri á botninum bíður,

böðuð í vaðandi ð-ð-ð-ð-ð.

 

Lúðan í stuðið er boðin og búin,

biður um eitthvað að dúða sig með.

Niður á púðann svo liðast hún lúin,

loðmælt og suðandi ð- ð- ð- ð- ð


Lubbavísur Mjúka g

Lag: Nú skal syngja um kýrnar

 

Sögin er að saga,

að saga er hennar fag,

hún er að saga og saga,

hún sagar oft á dag.

 

 

Sag-sag, sag-sag, SAG

Sag-sag-sag, sag-sag-sag-sag-sag.

Sag-sag-sag, sag-sag-sag-sag-sag.

Sag-sag-sag, sag-sag-sag-sag-sag.

Saga og saga í dag.

 

Lubbavísur Æ, æ, Æ, æ

Lag: Fljúga hvítu fiðrildin

 

Þegar Ævar æjar sér

enginn fær að hlæja.

Æ, æ, segir Ævar hér,

æ, æ, æ – æ jæja.

Lubbavísur Ei, Ey, ey, ei

Lag: Fljúga hvítu fiðrildin

 

Einar segir vei, vei, vei

Vei, ég heyri meira!

Eyvi segir sei, sei, nei,

Segðu ekki fleira.

Lubbavísur Hj, hj

Lag: það búa litlir dvergar

Við hjólum öll með hjálmana

Hj, hj, hér.

Hjördís hjálpar Pálma,

hver hjálpar mér?

Hj, hj, hér við hjólum öll

Með hjálmana um víðan völl.

Hjalti er á hjólinu með hjálm á sér,

Allir bara hjóla og hjóla

Hj, hj, hér.

 

 

Lubbavísur: Hl, hl
Lag: klappa saman lófunum

Hlaupa út í hlöðuna,

Hlamma sér í töðuna,

hl, hl,hl, hl, hlæja,

Hlöðver segir: jæja

 Hlaupa úti á hlaðinu,

Hlæja að skrípablaðinu,

Hlaupa bara og hlæja,

Hl, hl, hl, ojæja.


Lubbavísur Hr, hr

Lag: litlu andarungarnir

 

 

Hringjum oní Hrútafjörð

hring – hring, hring - hring, hring,

Hring – hring, hring - hring, hring.

Hringjum í hann Hreiðar

hringa-linga, hringja- ling.

Hringjum í hann Hreiðar

Hr, hr, hringa-ling.

 

Hringjum svo í Hrafnhildi

hring – hring, hring - hring, hring,

Hring – hring, hring - hring, hring.

Loks í Hrund og Hreggvið

Hringa – linga, hringja – ling

Loks í Hrund og Hreggvið

Hr, hr, hringa – ling.

Lubbavísur Hn, hn

Lag: Bjarnastaðarberljurnar

 

Kisa hnuplar hnyklinum,

Hnoðar hann í klessu,

Hnusar hún af hnyklinum

Og hnerra fær af þessu.

Hnerri – hnerri – hnerr,

Hnerri – hnerri – hnerr,

Hnerrar hún hn, hn, hnerr.

Lubbavísur Ó, ó, Ó, ó

Lag: yfir kaldan eyðisand

Ótal sinnum Ó, ó, ó,

Óli var að góla.

Heyrir enginn Ó, ó, ó,

Ó, ók, ó, frá Óla.

Lubbavísur au, Au, au, Au

Lag: yfir kaldan Eyðisand

Auðunn er að sauma saum,

Saumar daga og nætur.

Voðalega er Auður aum,

Au, au, au, hún grætur


Vefumsjón