A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Texti - Hláturinn lengir lífið

| 03. maí 2023
Hláturinn lengir lífið og lyftir geði tregu,
þó sumir hlæi hátt – haha
og sumir hlæi lágt – haha
Hver með sínu nefi
hlær á ýmsa vegu.
Hlæja verður margur þó gamanið sé grátt.

En flestir hlæja aha haha ha,
margir hlæja oho hoho ho,
sumir hlæja íhí híhí hí,
fleiri hlæja uhu huhu hu,
nokkrir hlæja ehe hehe he,
fáir hlæja héhé héhé hé.
Grýla hún hlær íhíhíhíhí,
tröllin hlæja ohohohohohohohoho.

Hláturinn er af mörgum og margvíslegum gerðum.
Sumir hlæja hratt hahahahah,
sumir hægt og breitt hehehe
sumir hlæja í hljóði
en sumir nið„rí herðum.
Sumir hlæja seint og sumir hlæja aldrei neitt.

En flestir hlæja aha haha ha, 
margir hlæja oho hoho ho, 
sumir hlæja íhí híhí hí, 
fleiri hlæja uhu huhu hu, 
nokkrir hlæja ehe hehe he, 
fáir hlæja héhé héhé hé. 
Grýla hún hlær íhíhíhíhí, 
tröllin hlæja ohohohohohohohoho. 

Miklum hrossahlátri hlæja sumir karlar,
sumir hlæja skrækt,
sumir eins og ær,
sumir drynja rokur,
í öðrum heyrist varla,
en sumir taka bakföll og skella sér á lær.

En flestir hlæja aha haha ha, 
margir hlæja oho hoho ho, 
sumir hlæja íhí híhí hí, 
fleiri hlæja uhu huhu hu, 
nokkrir hlæja ehe hehe he, 
fáir hlæja héhé héhé hé. 
Grýla hún hlær íhíhíhíhí, 
tröllin hlæja ohohohohohohohoho. 

Texti - Litla kvæðið um litlu hjónin

| 03. maí 2023

Við lítinn vog, í litlum bæ er lítið hús – lítið hús 

Í leyni inní lágum vegg er lítil mús – lítil mús. 
Um litlar stofur læðast hægt og lítil hjón, 
því lágvaxin er litla Gunna og litli Jón. 

 

Þau eiga lágt og lítið borð og lítinn disk – lítinn disk 
og litla skeið og lítinn hníf og lítinn fisk – lítinn fisk 
og lítið kaffi, lítið brauð og lítil grjón
því lítið borða litla Gunna og litli Jón. 

 

Þau eiga bæði létt og lítið leyndarmál – leyndarmál 
og lífið gaf þeim lítinn heila og litla sál – litla sál. 
Þau miða allt sitt litla líf við lítinn bæ 
og lágan himin, litla jörð og lygnan sæ. 

 

Þau höfðu lengi litla von um lítil börn – lítil börn 
sem léku sér með lítil skip við litla tjörn – litla tjörn. 
en loksins sveik sú litla von þau litlu flón, 
og lítið elskar litla Gunna hann litla Jón. 

Texti - Bangsaveislan

| 03. maí 2023

Ef þú ferð út í skóg í dag,  
á skíði‘ eða í snjókast. 
Já, ef þú ferð út í skóg í dag 
þá skaltu dulbúast 

því allir bangsar ráfa þar um 
og ræða mál og fylla sinn munn 
því bara í dag er boðið til bangsaveislu. 

 

Allir bangsar ætla að dansa allir í einni kös, 
þeir eldað hafa fullt af mat og djúsi hellt í glös. 
Þeir leika saman dægrin löng 
og ljúfan syngja afmælissöng 
já, eitt er vist, þeir eru að halda veislu. 

 

Stóru‘ og litlu bangsarnir 
dansa lengi undir bleiku mánaskini. 
Þeir eru allir lánsamir 
að eiga svona marga góða vini. 

Sjáðu þá alla leika sér, 
já litlum bangsaher finnst gaman að dansa‘ í takt. 
Klukkan fimm koma foreldrar þeirra og fara með þá heim 
því þeir þreyttir eru‘ og farnir að sjá allt skakkt. 

 

Ef þið farið út í skóg í kvöld er best að vera vel klædd. 
Ef þið farið út í skóg í kvöld þið skuluð ei vera hrædd. 
En best væri‘ að hanga heima í kvöld 
og skoða seinna runnafjöld 
því í skógi‘ í dag var skellt í bangsaveislu. 

Texti - Á jólanóttu

| 09. nóvember 2022

Á jólanóttu var sveinbarn borið, í Betlehem, í þennan heim.
Jatan var barninu besta vagga og bros skein úr andlitum tveim.
Jósef og Maríu, móður og föður, mikil var ánægjan hjá.
Barnið veitti þeim björtustu gleði og birtu lagði þau á. 

Í Austurlöndum vitringar voru sem vissu að forðum var skráð:
„Stjarna mun lýsa frá himni á hann sem hafið þið lengi þráð“.
Til Jarðarbúa frá himni háum horfði stjarnanna gnótt.
Ein var björtust og barninu sendi‘ún birtu á jólanótt. 


Englarnir sögðu: „Frelsari‘ er fæddur sem frið boðar skaparans hjörð.
Guð hefur gefið oss sinn eigin son að sætta allt fólkið á jörð.“
Við hirðana sögðu þeir „Hræðist það ei þótt hörfi burt myrkrið svo skjótt.
Guð og englarnir yfir vaka öllum á jólanótt.“
Við hirðana sögðu þeir „Hræðist það ei þótt hörfi burt myrkrið svo skjótt.
Guð og englarnir yfir vaka öllum á jólanótt.“

Texti - Mín fullvalda þjóð

| 05. október 2022
Þar sem fjöllin og dalirnir fagna
og fjólan í lynginu grær,
þar sem freyðandi fossarnir magna
þá fold sem er himnesk og tær,
þar sem vindar að vetrinum þagna
er vaknar hinn blíðasti blær,
þar sem vindar að vetrinum þagna
er vaknar hinn blíðasti blær

þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Þar sem sólin fær sigið til viðar
og sofnar við blómanna krans,
þar sem stórfljót að ströndinni niðar
og stefnir í öldunnar fans,
þar sem nóttin í næðingi iðar
er norðurljós stíga sinn dans,
þar sem nóttin í næðingi iðar
er norðurljós stíga sinn dans

þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Texti: Kristján Hreinsson
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón