Steini græni - umhverfisálfur

Vorið 2017 bjuggu börnin á Dvergakoti í sameiningu til sögu um Steina græna, sem við ætlum að birta hér á vefnum.

Börnunum var skipt upp í þrjá hópa og voru hóparnir þrír ekki allir sammála með stefnu og strauma sögunnar. Farinn var millivegurinn og sagan af- og um hann Steina græna er svo hljóðandi.

Steini græni

Steini græni er einhversstaðar á bilinu 2-50 ára gamall umhverfisálfur. (Umhverfisálfar geta orðið mjööög gamlir, þannig hann er eiginlega bara barn eða unglingur).

Steini býr í Leikskólanum Lækjarbrekku og heldur til inni á skrifstofu leikskólastjóra. Steini á hins vegar sumarbústað í Miðdalsgröf og kíkir þangað í heimsókn reglulega.

Steini græni ákvað að verða umhverfisálfur þegar hann sá mikið drasl úti. Hann hjálpar börnunum á Lækjarbrekku að muna eftir því að breyta rétt. Muna eftir því að flokka, og hjálpa okkur að muna að taka bara eina sápu. Hann kom í leikskólann til að hjálpa okkur að muna að við þurfum ekki alltaf að eyða peningum til að kaupa eitthvað. Hann hjálpar okkur að gera rétt t.d slökkva ljósin og nota dagsljósið, spara rafmagn, fara í peysu, breyta mat í mold og hjálpar okkur líka að vera ekki tapsár.

Foreldrar Steina heita Rósalind Alma og Klemenz. Steini á engin systkin, en hann á marga frænkur og frændur. T.d allir steinakallarnir sem hafa verið föndraðir á leikskólanum. Steini þekkir flesta álfana sem búa í Álfakletti. Steini græni þekkir líka „Kerlinguna“ á Drangsnesi mjög vel.

Steini græni borðar töluvert fjölbreytta fæðu, hann elskar kjötbollur, kjöt og skötu. Hann borðar líka gras, því það er grænt og fær sér stundum smásteina í eftirrétt.

Uppáhaldsliturinn hans Steina er að sjálfsögðu grænn.

Það fóru af því misjafnar sögur hvort Steini ætti gæludýr, en sumir héldu að hann ætti ekki gæludýr en aðrir þóttust vissir um að hann ætti kött sem bæri nafnið Sósa.

Eins og sjá má er Steini skemmtilegur karakter og það verður gaman að hafa hann áfram í kringum okkur hér í leikskólanum.

Grænfáninn

Vefumsjón