Opinn kynningarfundur um tillögu að nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 (og tengdar deiliskipulagsáætlanir)
Sveitarstjórn Strandabyggðar auglýsir hér með opið hús í félagsheimilinu, miðvikudaginn 19. febrúar n.k. kl 17.30-19:00, þar sem íbúar geta kynnt sér tillögu að heildarendurskoðun á aðalskipulagi, sem nú er til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga með athugasemdarfresti til 28. febrúar 2025.
Í tillögu að aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, samgöngur og þjónustukerfi í sveitarfélaginu í heild sinni ásamt stefnu um atvinnu- og umhverfismál.
Aðalskipulagið skal haft til grundvallar við gerð annarra áætlana er snerta ráðstöfun lands og umhverfismál í sveitarfélaginu og aðrar skipulagsáætlanir.
Á fundinum munu fulltrúar Landmótunar kynna Aðalskipulagið og fulltrúar frá Fasteignaumsýslunni munu kynna áform um hótelbyggingu á Hólmavík. Að kynningum loknum mun gestum gefast kostur á að skoða teikningar og önnur gögn og ræða við fulltrúa sveitarfélagsins, Landmótunar og Fasteignaumsýslunnar.
Við hvetjum íbúa til að mæta og kynna sér nýtt skipulag og þau jákvæðu áhrif sem það mun hafa á samfélagið.
Hér má finna tengingu inn á Skipulagsgáttina til að lesa nánar um aðalskipulagstillöguna: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/675
Hér má finna tengingu við gögn varðandi tillögu að deildiskipulagi Kvíslatunguvirkjunar, mál nr. 1134/2024 í Skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1134
Hér má finna tengingu við gögn varðandi tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Brandskjóli, mál nr. 97/2025 í Skipulagsgátt:
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/97
Hér má finna tengingu við gögn varðandi tillögu að deiliskipulagi Jakobínutúns, mál nr. 95/2025 í Skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/95