A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Réttað í nýrri rétt í Kollafirði í dag

Þorgeir Pálsson | 22. september 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Í dag, sunnudag 22. september kl 16, verður réttað í fyrsta sinn í Kollafjarðarrétt, í landi Litla Fjarðarhorns í Kollafirði.  Við fögnum þessum degi og þessari nýju rétt og vonum að hún muni gagnast þeim vel sem hana nýta.

Þakkir fá allir þeir bændir og landeigendur sem komu að undirbúningi og byggingu þessarar réttar.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Samningur um ljósleiðaravæðingu

Heiðrún Harðardóttir | 19. september 2024
Ljósmynd: Sigurjón Sigurjónsson
Ljósmynd: Sigurjón Sigurjónsson
« 1 af 3 »
Samningur Strandabyggðar við fjarskiptasjóð um ljósleiðaravæðingu fyrir árið 2026 var í dag staðfestur af innviðaráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en alls eru 25 sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu. 

Með samningnum er verið að stuðla að auknu fjarskiptaöryggi, fjölga atvinnutækifærum og styrkja byggðir landsins, samkvæmt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Hægt er að lesa nánar um málið hér


Sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 10. september 2024

 

 

 Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að foreldrar/forsjáraðilar 15-17 ára barna sem eru í framhaldsskólum fjarri lögheimili eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Sjá reglur hér http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/2557/.

Umsóknir berist til Hlíf Hrólfsdóttur félagsmálastjóra á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is, fylla þarf út umsóknareyðublað http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/umsoknir/skra/2591/, senda með afrit af húsaleigusamningi ásamt staðfestingu á skólavist.

Starfsmaður óskast í Kaldrananeshreppi

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 10. september 2024

 

 

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu í Kaldrananeshreppi

 

Þjónustan felst aðallega í aðstoð við heimilishald og félagslegum stuðningi.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

Umsóknir sendist Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Starfsmaður óskast í Árneshreppi

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 10. september 2024

Starfsmaður óskast í félagslega heimaþjónustu og liðveislu í Árneshreppi

 

Félagslega heimaþjónustan felst aðallega í aðstoð við heimilishald og félagslegum stuðningi. Markmið liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun einstaklingsins og efla sjálfstæði í félagslegum samskiptum.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

Umsóknir sendist Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón