Réttað í nýrri rétt í Kollafirði í dag
Í dag, sunnudag 22. september kl 16, verður réttað í fyrsta sinn í Kollafjarðarrétt, í landi Litla Fjarðarhorns í Kollafirði. Við fögnum þessum degi og þessari nýju rétt og vonum að hún muni gagnast þeim vel sem hana nýta.
Þakkir fá allir þeir bændir og landeigendur sem komu að undirbúningi og byggingu þessarar réttar.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti