A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hunda- og kattahreinsun 2024

Heiðrún Harðardóttir | 01. nóvember 2024
Hunda- og kattahreinsun 2024

Ida Bergit Rognsvaag sinnir hreinsun á hundum og köttum fimmtudaginn 21. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu milli kl. 16:00 og 18:00.

 

Gott væri ef hundaeigendur gætu komið á milli 16:00-17:00 og kattaeigendur á milli 17:00-18:00. Hundar þurfa að vera í taumi og kettir í búri, en einnig er í boði að sækja lyfin fyrir kettina á auglýstum tíma til Idu.

 

Hunda- og kattaeigendur í Strandabyggð, bæði í þéttbýli og dreifbýli, eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

 

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda- og kattahald sem finna má hérSkylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.

 

Þeir sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu eða upplýsingum er velkomið að hafa samband við Ida í síma 434-1122 á milli 9 og 11 alla virka daga eða á netfangið idadyralaeknir@gmail.com

 


Umsóknareyðublöð varðandi skráningu hunda er hér, katta hér og listi yfir skráða hunda og ketti er hér. Ef þú sérð þitt dýr ekki skráð, þá er hægt fylla út eyðublaðið og senda til okkar á strandabyggd@strandabyggd.is ásamt mynd af dýrinu.

Skv. reglugerð og gjaldskrá er nú innheimt skráningargjald við skráningu dýrsins og síðan eftirlitsgjald árlega. Innifalið er lyf v. ormahreinsunar og hópvátrygging.

Vestfjarðastofa - Leiðir til byggðafestu

Heiðrún Harðardóttir | 24. október 2024
Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra stendur til boða allskonar námskeið og erindi, bæði í persónu og á netinu, vegna verkefnisins "Leiðir til byggðafestu".

Frekari upplýsingar um verkefnið og námskeiðin er að finna hér: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/byggdathroun/leidir-til-byggdafestu
 

Nú þegar eru komin inn 3 námskeið og fleiri bætast við á næstu dögum.

Í kvöld  (24. okt. kl. 17:00) er Hulda Brynjólfs með erindi og umræður í Tjarnarlundi Dalabyggð. Hún er bóndi og eigandi ullarvinnslunnar Uppspuna á Suðurlandi. Hún er einstaklega góð í að miðla sinni reynslu og þekkingu.
Skráning hér:

https://docs.google.com/forms/d/1MWBgtCn1gEvrAGi-TdApcbnAioQywfzbUm2udLvtKI0/edit

 

Þann 3. nóv verður svo Jón Halldórsson frá KVAN með námskeiðið "Leiðtogafærni í eigin lífi". Námskeiðið fer fram að Laugarbakka frá 10:00 - 17:00. En þess má geta að svona leiðtoga þjálfunarnámskeið kostar töluvert fyrir einstaklinga að sækja, en íbúum á þessu svæði stendur þetta til boða endurgjaldslaust.
Skráning hér:

https://docs.google.com/forms/d/16SiNVPK0yBM373mAL-Ips6rh9OHnW2q8hLdZfhKPB70/edit

 

Þá eru einnig inni 7 námskeið í heimavinnslu sem tekin eru á netinu og eru þau opin fram í febrúar.
Skráning hér:

https://docs.google.com/forms/d/1s7cA490Y5UpZRovyTa1f1T3a225drOpjHcMu2kD2D9k/edit

Þjónustukönnun Byggðastofnunar

Heiðrún Harðardóttir | 24. október 2024

Byggðastofnun óskar eftir fleiri svarendum í þjónustukönnun þeirra um þjónustu í heimabyggð. Hægt er að svara könnunni til og með 5. nóvember. 

Kæri íbúi

Hvaða þjónusta skiptir þig máli í þinni heimabyggð?

Taktu þátt í Þjónustukönnun Byggðastofnunar, þín þátttaka er mikilvæg!

Smelltu hér til að taka þátt: www.maskina.is/byggdastofnun

Sjá nánari upplýsingar um þjónustukönnun

Dear resident

What services are important to you in your local community?

Your participation in the Icelandic Regional Development Institute’s service survey is important!

Open survey: www.maskina.is/byggdastofnun

Further information regarding the survey

 

Drodzy mieszkańcy

Jakie usługi są dla Ciebie ważne w Twoim rejonie?

Weź udział w ankiecie badawczej Byggðastofnun, Twój udział jest ważny!

Odpowiedz na ankietę: www.maskina.is/byggdastofnun

Zobacz więcej informacji o ankiecie

Laus staða þjónustufulltrúa

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. október 2024


Laus er staða þjónustufulltrúa á skrifstofu Strandabyggðar. Um er að ræða stöðu frá 10-14 alla virka daga

Helstu verkefni eru:

  • Almenn afgreiðsla, símsvörun og upplýsingagjöf til viðskiptavina
  • Þjónusta við íbúa og viðskiptavini 
  • Innheimta
  • Bókhald og almenn skrifstofustörf
  • Skjalavarsla og umsýsla umsókna
  • Önnur störf sem tengjast stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins

Öll frekari menntun er kostur og tekið verður tillit til reynslu og þekkingar sem nýtist við störf fyrir sveitarfélagið.


Gerð er krafa um góða þjónustulund, hæfni í samskiptum, reglusemi, nákvæmni, ritfærni og kunnáttu á office kerfin. Þekking á DK kerfinu og One system málavörslukerfinu er kostur sem og vinna við vefumsjónarkerfi. 

Æskilegt er að störf hefjist sem fyrst. Laun skv. samningi Sambands sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 6. nóvember og þarf starfsferilskrá að fylgja með umsókninni. Umsóknum skal skilað á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is Einnig má skila inn umsóknum á skrifstofu sveitarfélagisns að Hafnarbraut 25.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri, Salbjörg Engilbertsdóttir í síma 451-3510 á opnunartíma eða á netfangið salbjorg@strandabyggd.is

Fjórðungsþing Vestfirðinga 2024

Þorgeir Pálsson | 21. október 2024
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Mynd: Vestfjarðastofa
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. Mynd: Vestfjarðastofa

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú um helgina, dagana 18 og 19 október, var haldið Fjórðungsþing Vestfirðinga á Laugarhóli í Bjarnarfirði.  Þetta var að mörgu leyti gott þing og það er alltaf gaman að hittast og ræða málin.  Umræðan litaðist svolítið af stöðunni í landsmálapólitíkinni og kosningum framundan og voru ýmsar kenningar á lofti.  Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður, kom á þingið á föstudeginum og fór yfir stöðuna.  Það er ljóst að framundan er mikil óvissa og því miður verður að teljast líklegt að mörg þeirra mála sem voru til umfjöllunar og afgreiðslu hjá ríkisstjórn, verði ekki kláruð og í raun er allt óljóst um afdrif þeirra.  Eitt þeirra verkefna eru tillögur Strandanefndarinnar.  En, við verðum engu að síður að halda baráttunni áfram og koma okkar áherslum á framfæri.


Strandabyggð lagði fram fimm tillögur að ályktunum. Tillögur að ályktunum koma frá sveitarfélögunum og stjórn og nefndum Fjórðungssambandsins og eru síðan ræddar og kláraðar í nefndum þingsins. Á seinni degi þingsins eru þær síðan samþykktar sem ályktanir Fjórðungsþings. Tillögur Strandabyggðar voru eftirfarandi, í stuttu máli: 1) að Álftafjarðargöng  yrðu næstu göng á Vestfjörðum, 2) aukið námsmat í grunnskólum, 3) aukin kynning á Vestfjörðum fyrir erlendum fjárfestum og fyrirtækjum, 4) að ríkisstjórn Íslands taki jákvætt í tillögur Strandanefndarinnar og 5) um mikilvægi þess að heitavatnsleit á Gálmaströnd ljúki.  Einni tillögu var vísað til nefndar Fjórðungssambandsins, en það var tillagan um aukið námsmat.  Aðrar tillögur fóru til afgreiðslu, sumar óbreyttar en aðrar með orðalags- og áherslubreytingum.  Niðurstaðan var síðan sú að allar þær sem lagðar voru fyrir þingið voru samþykktar, nema ályktun um Álftafjarðargöng.

 

Því miður náðist ekki samstaða um að taka af skarið í áralangri umræðu um forgangsröðun í gangagerð á Vestfjörðum.  Tillaga um svokallaða Vestfjarðalínu náði fram að ganga en þar eru stjórnvöld hvött til að leita nýrra leiða í fjármögnun gangagerðar á Vestfjörðum og er einnig talið mikilvægt að stjórnvöld gangi til samstarfs við nýlega stofnað Innviðafélag Vestfirðinga, undir forystu Guðmundar Fertrams. Þá gengur tillagan einnig út á að halda í ályktun frá síðasta Fjórðungsþingi, en þar er talað um að vinna að rannsóknum og hönnun á Álftafjarðargöngum og Suðurfjarðagöngum (um Mikladal og Hálfdán) samtímis. Fjórðungsþing sker því ekki í gegn hvað forgangsröðun varðar og er það miður og að mínu mati veikleikamerki.  Það geta aldrei verið tvenn göng í fyrsta sæti.  Ákyktunin frá síðasta Fjórðungsþingi var málamiðlun þess tíma.  En, þetta er niðurstaðan og við lútum henni og munum taka virkan þátt í þeirri vinnu sem nú er framundan í samgöngumálum á Vestfjörðum.

Ný stjórn var kosin og jafnframt nýr formaður, sem nú er Gylfi Ólafsson frá Ísafjarðarbæ.  Ný stjórn er eftirfarandi: Gylfi Ólafsson, Tryggvi Bjarnason, Dagný Finnbjörnsdóttir, Magnús Ingi Jónsson og Hildur Aradóttir.  Við óskum þeim öllum til hamingju með kjörið og um leið þökkum við Jóhönnu Ösp Einarsdóttur, Reykhólahreppi, kærlega fyrir hennar störf undanfarin ár sem formaður Fjórðungssambandsins.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón