A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarmálanefnd - 21. apríl 2010

Fundur var haldinn í Menningarmálanefnd, miðvikudag 21. apríl 2010, á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann klukkan 17:00.  Mætt voru: Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Halldórsson, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Guðrún Guðfinnsdóttir varamaður. Jóhanna Ása ritaði fundargerð.  Einnig mætti Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Hamingjudaga og stjórnaði hún einnig fundi. 

 

Dagskrá fundarins:

 

•1.                     Vinabæjarsamskipti

•2.                     Hamingjudagar

•3.                     Önnur mál

 

 

  1. Vinabæjarsamskipti. Borist hefur bréf frá vinabæ okkar í Svíjóð, Tanums. Bréfið varðaði boð á vinabæjarmót sem halda á 23. - 26. september 2010. Vinabæjarmótið yrði jafnframt 20 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins.Talið er að finna þurfi nýtt form á samstarfi vinabæjanna. Þessa daga á að reyna að nota til að finna nýjan flöt á samstarfinu. Menningarmálanefnd telur því heppilegast að það færi fulltrúi frá menningarmálanefnd og fulltrúi frá sveitarstjórn, ákvörðun um hverjir færu yrði í höndum nýrrar sveitarstjórnar. Lagt er til að sveitarfélagið stefni að því að senda fulltrúa og að jafnframt verði auglýst eftir fulltrúum.
  2. Hamingjudagar. 

•A.    Hljómsveitir: Kristín kynnti tilboð sem henni hafa borist um verð á hljómsveitum. Upphæðirnar voru frá 150.000-  - 900.000.-. Ákveðið var að athuga nánar með Svavar og hljómsveitina Hraun sem tekur 250.000 og að fá barnaskemmtiatriði og Svavar sem kynnir á hátíðinni. Ákvörðum verður tekin þegar Kristín hefur heyrt aftur í Svavari Knúti. Og jafnframt skoðað fleiri hljómsveitir.

•B.     Hljóðmálin eru í farvegi. Kristín hefur talað við Bjarna Ómar og líklegt er að hann og Daníel myndu taka hljóðmálin að sér. Þeir vilja þó vita nánar hvað er verið að tala um hvað þarf í hljóðmálum, áður en þeir gefa endanlegt svar.

•C.    Skemmtikraftar.

  • - Júlí Heiðar er tilbúinn að koma og vera með skemmtun fyrir unglinga fyrir 30.000.- með akstri. Yrði þó að fylla upp í með dj, spurning um Einar og Darra. Ákveðið að fá Júlí til að koma. Spurning um að fá hann til að vera með atriði á sviðinu á laugardeginum líka.
  • - Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur með barnaatriði.
  • - Töframaðurinn Jón Víðis; skoða hann.
  • - Brúðuleikhúsið hjá Ástu.

•D.    Hnallþóruborð og hólmvískir hamingjutónar:

  • - Semja við fiskmarkaðseigendur um að halda það inni á laugardagskvöldinu. Kalli hefur sagt að þetta yrði ekkert mál.
  • - Ganga þarf í hús og biðja um kökur.
  • - Fá fólk til að sjá um hnallþóruborðið, dómara og leita eftir gjafakörfum.

 

•E.     Ýmsir dagskrárliðir.

  • - Úrklippusýning frá bókasafninu, Jón Jónsson með á nótunum. Kristín á þó eftir að tala við Ester betur.
  • - Varðeldurinn góði, fá Gulla og Siggu aftur til að stjórna fjöldasöng. Hafa varðeldinn á sama stað og síðast. Byrja aftur með skrúðgöngu við Galdrasafn.
  • - Ljósmyndasýning á vegum Jóns Halldórssonar.
  • - Myndbandasýningar frá 100 ára afmælinu. Sigurður Atlason í startholunum.

 

•F.     Ýmis afþreying

- Athuga með Go kart. Gera Kalla að tengilið. Hafa frá fimmtudegi og föstudegi.

 

- Götuleikhús, fá hóp af unglingum til að vinna með þeim og sýna atriði með þeim. SEEDS hópurinn sér um þetta. Tala við Sigga Palla um að vera tengiliður.

- Kvikindakar. Tala við Kalla um það.

- Setja skátaleiktækin sem Jói gerði í fyrra upp aftur og reyna jafnframt að bæta við tækjum.

 

 

•G.    Auglýsingar Gefa út bækling aftur og prenta þau á sama stað.

 

•H.    Lagasamkeppni hefur verið auglýst og verður á áður ákveðnum tíma.

 

  • - Tala við nemendur í elstu bekkjum skólans til að vera kynnar.

 

•I.       Íþróttaviðburðir Mótorkrossmót ? Fótboltamót? Gólfmót?

 

-Hamingjuhlaup Stebba Gísla halda því áfram fá hann jafnvel til að hlaupa frá örðum upphafsstað en í fyrra.

 

•J.      Ýmis atriði:

  -Svið ekki komið af stað. Kristín er með myndir sem hún ætlar að bera undir hagverksmenn og athuga með kostnað.

- Setja stóran tengil á vigtarskúrinn. Tala við Júlíus eða Bjarka Guðlaugs.

- Mælt með því að hætta með blómakörfurnar.

- Útfæra merki hamingjudaganna til að hengja á ljósastaurana. Kristín ætlar að semja við Ástu og Orkubúið.

- Skreytingar við hús og í hverfunum. Halda þeim áfram gafst vel í fyrra. Kjósa aftur skreytingastjóra í hverfin, passa þó að hafa stjórana þannig að þeir hafi samband við fólkið í hverfinu sínu.

           

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl .  18.59

 

Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)     Jón Halldórsson (sign)

Guðrún Guðfinnsdóttir (sign)            Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)         

Jóhanna Ása Einarsdóttir (sign)          Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón