Skólastarf á nýju ári 2022.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. janúar 2022

Skólastarf hefst í Leik- grunn- og tónskóla þriðjudaginn 4. janúar 2022. Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári. 

Núgildandi reglur um skólahald eru þannig:
  • Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
  • Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
  • Nálægðarregla: Almennt 2 metra en sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu er grímuskylda. Leikskólabörn eru undanþegin nálægðarreglu.
  • Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
Starfsfólk og foreldrar skulu þannig viðhafa grímuskyldu í fataklefa leikskóla og grunnskóla þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra reglu milli fullorðinna einstaklinga.
Skipulagsdagur starfsfólks verður mánudag 3. janúar og þar verður meðal annars farið yfir sóttvarnarráðstafanir og aðgerðir, til dæmis í kennslu barna sem eru í sóttkví og einangrun og lausnir á mönnun ef starfsfólk fer í sóttkví eða einangrun. Verði vart við einkenni ætti starfsfólk að vera heima og foreldrar að halda börnum heima og panta tíma fyrir covid próf á heilsugæslu.   
Mikil aukning hefur verið í smitum á landinu og við þurfum öll að sýna sérstaka aðgát ekki síst eftir hátíðisdagana og nýleg ferðalög á milli landa og landshluta.

Afhending grænfána

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 19. desember 2021
Afhending grænfána. Mynd Ásta Þórisdóttir
Afhending grænfána. Mynd Ásta Þórisdóttir
« 1 af 3 »

 

Í vikunni var formleg afhending grænfána til skóla í Strandabyggð. Í ár bættist við þriðji skólinn sem fær þessa umhverfisvottun sem grænfáninn er, en það er Vinnuskóli Strandabyggðar. 

Grænfáninn er umhverfisverkefni sem skólar á öllum skólastigum geta tekið þátt í og er helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. 

 

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík hefur verið í grænfánaverkefninu síðan 2007 og fær nú sinn fimmta fána. Leikskólinn Lækjarbrekka er að fá sinn þriðja fána eftir nokkurt hlé. Þessir tveir skólar voru sameinaðir árið 2020 og munu framvegis vinna sem einn skóli og setja sér sameiginleg þemu og markmið til næstu tveggja ára. Nú þegar hafa umhverfisnefndir skólans ákveðið að annað þemað af tveimur verði lýðheilsa en samtímis er sameinaður skóli að fara í verkefnið „heilsueflandi grunnskóli“ sem Landlæknisembættið stendur fyrir.

Umhverfisnefnd grunnskólans skipulagði samverustund í tilefni afhendingarinnar og var farið upp í skóg.  Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri afhenti fulltrúum hvers skóla viðurkenningarspjöld frá Landvernd ásamt grænfánaskiltum sem fest verða utan á húsnæði skólanna. Þá var boðið upp á kakó og piparkökur, farið í leiki fyrir alla aldurshópa og jólasveinarnir létu sig ekki vanta 

Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.

 

 

Lubbi, Litir og leikskólinn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 14. október 2021
« 1 af 2 »
Á mánudaginn var gulur dagur í leikskólanum og klæddust börnin fötum í gulum litum í tilefni dagsins.

Á föstudaginn verður svo bleikur dagur í leikskólanum og hvetjum við börn og foreldra til að klæðast bleiku þann dag. Við klæðumst bleiku á föstudag til að heiðra konurnar í okkar lífi sem og að styðja við átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Í tilefni bleika dagsins mun skemmtinefnd sameiginlegs leik-, grunn-, og tónskóla Strandabyggðar hveta starfsfólk skólanna til að klæðast bleiku. Skemmtinefndin mun svo styrkja krabbameinsfélagið um 1000 krónur fyrir hvern starfsmann sem mætir í bleiku þann dag.

Leikskólinn stendur nú fyrir átaksverkefni Lubba. Í átaksverkefninu lesum við bækur í leikskólanum og hvetjum foreldra til að lesa fyrir börnin heima. Fyrir hverja bók sem lesin er fær Lubbi eitt málbein sem hann safnar saman og myndar að lokum þetta fína málbeinafjall.

Átakið stendur yfir til 18. október og því er enn tími til að bæta í beinafjallið. Beinin er hægt að nálgast í leikskólanum og hvet ég foreldra til að taka með sér fleiri bein heim og skila inn á mánudag.
Beinafjöllin eru farin að taka á sig góða mynd og sjá börnin fjallið sitt stækka dag frá degi. 


Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 13. október 2021
Hann Ómar Elías okkar varð 5 ára 3. október.

Hann hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum með ávaxtaveislu. Hann fékk þessa fínu kórónu og afmælissöng í tilefni dagsins.

Innilegar hamingjuóskir með afmælið þitt elsku Ómar Elías okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 03. september 2021
Hann Ási Þór okkar átti 5 ára afmæli  þann 29. júlí, þegar leikskólinn var í sumarfríi.

Hann hélt því upp á afmælið sitt í leikskólanum þegar við vorum búin að opna aftur núna í haust.
Hann fékk fína kórónu, ávaxtaveislu og fallegan afmælissöng frá börnum og starfsfólki.

Innilegar hamingjuóskir með 5 ára afmælið þitt elsku Ási Þór okkar!

Matseðill september 2021

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 31. ágúst 2021
Smelltu á myndina af matseðlinum.

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 31. ágúst 2021
Hún Katrín Jana okkar varð 4 ára þann 31. ágúst.

Hún hélt upp á afmælið sitt í leikskólanum og fékk afmæliskórónu, ávaxtaveislu og fínan afmælissöng frá börnum og starfsfólki.

Innilegar hamingjuóskir með 4 ára afmælið þitt elsku Katrín Jana okkar!

Afmælisbarn

Leikskólinn Lækjarbrekka | 19. ágúst 2021
Hann Mjölnir Bjarmi okkar varð 3 ára þann 19. ágúst.
Við héldum upp á afmælið hans í leikskólanum og fékk hann fína ávaxtaveislu, kórónu og afmælissöng frá börnum og starfsfólki.

Innilegar hamingjuóskir með 3 ára afmælið þitt elsku Mjölnir Bjarmi okkar!

Listasýning og útskrift

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 16. júní 2021
Opnun listasýningar og útskrift elstu nemenda leikskólans verður miðvikudaginn 16. júní klukkan 15:00 í Íþróttamiðstöðinni. 
Dagskráin verður þannig:

Söngur
Útskrift
Opnun sýningar
Nónhressing að hætti leikskólans
Íþróttagleði í sal

Vonandi getur allt listafólkið mætt á útskrift, sýningaropnun og íþróttagleði. Foreldrar eru hvattir til að sækja börnin í leikskólann klukkan 14:45 og mæta með þeim í Íþróttamiðstöðina eða gera aðrar ráðstafanir til þess að þau geti mætt.

Skólaþing 29. apríl 2021 - FJARFUNDUR

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 27. apríl 2021

Skólaþing í Strandabyggð fimmtudaginn 29. apríl 2021 - FJARFUNDUR 

Markmiðið með skólaþingi er að gefa nemendum, foreldrum, starfsfólki og öðrum sem áhuga hafa tækifæri til að koma á lýðræðislegan hátt á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf í Strandabyggð.

Skólaþingið verður tvískipt. Nemendur vinna að hugmyndum og tillögum um góðan skóla á skólaþingi sem haldið verður á skólatíma að morgni 29. apríl.

 

Foreldrar, starfsfólk og allir sem áhuga hafa á skólastarfi í Strandabyggð eru velkomnir á fjarfund  klukkan 16:00-18:00. 

Hlekkur á þingið er hér: https://zoom.us/j/98493763121

 

Dagskrá:

1. Setning 

2. Kynning frá skólaþingi nemenda

3. Framtíðarskólastarf á Íslandi - Kristrún Lind Birgisdóttir

4. Nafn á sameinaðan leik-, grunn- og tónskóla - hugmyndabankinn opnaður og tekið við fleiri tillögum

5. Einkunnarorð og framtíðarsýn - unnið í hópum 

6. Betri skóli - unnið í hópum

7. Samantekt og kynning

8. Þingslit

 

 Skóla- og foreldraráð sameinaðs skóla í Strandabyggð tekur við öllum gögnum, hugmyndum og tillögum þingsins og tekur til endanlegrar afgreiðslu. Allar tillögur munu birtast í fundargerð á heimasíðu skólans.

Eldri færslur
Vefumsjón