Bókakassinn kominn aftur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 11. desember 2012
« 1 af 2 »
Nú erum við búin að fá bókakassann okkar aftur frá bókasafninu og er hann fullur af spennandi bókum. Börnin sem eru fædd árið 2008 fengu það skemmtilega hlutverk að velja bækurnar í kassann. Valdar voru samviskusamlega 32 bækur. Börnin áttu góða stund á bókasafninu og fengu fræðslu hjá Stínu bókasafnsverði um meðferð bóka. Í lok stundarinnar fengu þau öll afhent viðurkenningarskjal.

Jólabakstur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 11. desember 2012
Þessar vikurnar erum við í óða önn að undirbúa komu jólanna. Búið er að baka piparkökur, skreyta þær og borða. :) Það má því segja að jólabaksturinn hafi gengið sérlega vel hér á bæ.

Foreldrafundur miðvikudaginn 5. desember

Leikskólinn Lækjarbrekka | 05. desember 2012
Allir að mæta!
Allir að mæta!
Kæru foreldrar/forráðamenn!

Foreldrafundur verður haldinn í leikskólanum Lækjarbrekku miðvikudaginn 5. desember kl. 20:00. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Auglýst eftir starfsmanni

Leikskólinn Lækjarbrekka | 03. desember 2012
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda í 75% starf. Um er að ræða vinnutímann 8:00-13:00. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfskrafti sem hefur gaman af börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægur kostur. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í byrjun janúar 2013.
...
Meira

Upplýsingar flæða inn á vefinn

| 03. desember 2012
Það tekur tíma að byggja hús og vefi...
Það tekur tíma að byggja hús og vefi...
Nú er vefurinn okkar óðum að fæðast. Í dag voru settar inn upplýsingar um deildirnar Tröllakot og Dvergakot. Með því að smella á "Deildir" á valmyndinni hér vinstra megin á vefnum má skoða síðurnar um deildirnar - þar er meðal annars hægt að sjá allt dagsskipulagið í vetur. Einnig voru settir inn fjölmargir textar undir "Söngbækur". Þeim er skipt upp í fjóra flokka eins og sjá má. 

Þá voru einnig settar inn upplýsingar um foreldrafélagið okkar; hverjir sitja í stjórn, nokkrar nýjustu fundargerðir og stuttlega um hlutverk félagsins. Þá eru einnig komnar inn myndir af öllum hinum undurfögru starfsmönnum Lækjarbrekku undir "Starfsmenn".

Afmælisdrengur

Leikskólinn Lækjarbrekka | 20. nóvember 2012
Magnús Vakaris
Magnús Vakaris
Hann Magnús Vakaris varð tveggja ára þann 18.nóvember.
Við sungum fyrir hann afmælissöngin og hann fékk fína kórónu.

Innilega til hamingu með afmælið elsku Magnús okkar.

Dagur íslenskrar tungu

Leikskólinn Lækjarbrekka | 16. nóvember 2012
Teddi les fyrir krakkana
Teddi les fyrir krakkana
« 1 af 2 »
Í dag höldum við upp á dag íslenskrar tungu. Við fengum 3 unga menn úr 10.bekk grunnskólans í heimsókn og lásu þeir sögur fyrir börn og starfsfólk.


Hann Teddi las fyrir eldri börnin söguna um Gilitrutt og þeir Fannar og Gummi lásu fyrir yngri börnin söguna um geiturnar þrjár.

Við kunnum þessum heiðursmönnum bestu þakkir fyrir komuna og lesturinn.

Vefur í smíðum

| 15. október 2012
Þessa dagana er verið að smíða nýjan vef leikskólans Lækjarbrekku - eins og sjá má. Það vantar auðvitað ennþá allskonar efni inn á vefinn, en vonandi verður hann fljótlega lifandi, skemmtilegur og gagnlegur fyrir alla foreldra, börn, starfsmenn og aðstandendur Lækjarbrekku :)

Afmæli Jóhönnu Margrétar

| 13. september 2012


Hún Jóhanna Margrét varð 3 ára þann 13. september.
Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissöngin.

Innilega til hamingju með afmælið, elsku Jóhanna okkar!

Sunna Kristín á afmæli

| 07. september 2012
Hún Sunna Kristín er 4 ára í dag.



Í gær sungum við fyrir hana afmælissöngin og hún fékk fína bleika kórónu.


Innilega til hamingju með afmælið elsku Sunna okkar!

Síða 35 af 35
Eldri færslur
Vefumsjón