A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1218 í Strandabyggð

| 07. febrúar 2014

Fundur 1218 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 11. febrúar 2014, kl. 16.00 í Hnyðju.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira

Hörmungardagar nálgast

| 30. janúar 2014
Nú styttist í Hörmungardaga og er dagskráin óðum að skýrast.

Heilmargt verður á döfinni og fjölbreytnin mikil eins og vera ber með þema sem rúmar svo margt sem hlýtur sjaldan rými.

Á Hörmungardögum ætlum við að njóta þess að vera eins og við erum og leyfa okkur að leggja grímurnar okkar til hliðar örskamma stund, enda engin ástæða til að þykjast vera endalaust í stuði og vera ávallt upp á sitt besta, allra síst á milli Þorra og Góu.

Dagskráin býður okkur upp á að kynnast nánar hörmungarástandi víða um heim sem og að minnast hörmulegra aðstæðna í okkar eigin sögu. Tækifæri til að létta á sér munu bjóðast og eins möguleikinn á að létta undir með náunganum sem ef til vill á um sárt að binda. Áhugasamir munu sviðsetja morðgátu í nágrenni Hólmavíkur eða bragða á vondu kaffi í misgóðum félagsskap. Dansinn mun duna, fæturnir arka og listin mun lifa í formi ljóða, leikrita, ljósmynda og tónlistar svo eitthvað sé nefnt. Listamennirnir sem koma fram eru svo sannarlega ekki hörmulegir og list þeirra enn síður, en allir finna þeir samhljóm í hörmungunum með einum eða öðrum hætti.

Lífshlaupið

| 30. janúar 2014

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, verður ræst í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar 2014. 

Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í vinnustaða-, grunnskóla- og einstaklingskeppni, þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið.

Opnað hefur veriðfyrir skráningu vinnustaða, grunnskóla og einstaklinga á www.lifshlaupid.is.

Við hvetjum alla í Strandabyggð til þátttöku í Lífshlaupinu 2014 og fylgjast að sama skapi með öðrum keppnisliðum í nágrenninu. Þátttaka er hér lykilatriði, enda öllum hollt og gott að fylgjast með hreyfingu sinni í upphafi árs og meta um leið möguleika til úrbóta. Að sjálfsögðu vekur sérstakur árangur einstaklinga eða hópa þó alltaf verðskuldaða athygli.

Skráum okkur öll og skemmtum okkur vel.

Afleysingastarf við Leikskólann Lækjarbrekku

| 27. janúar 2014
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennurum eða leiðbeinendum til afleysinga á vormánuðum 2014. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir duglegum og samviskusömum starfskrafti sem hefur gaman af vinnu með börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og jákvæðni mikilvægur kostur. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst....
Meira

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps á súpufundi

| 22. janúar 2014
Frá súpufundi í vetur
Frá súpufundi í vetur
Í haust hafa verið haldnir súpufundir á Café Riis í hádeginu á fimmtudögum og er það Þróunarsetrið á Hólmavík sem stendur fyrir þeim. Nú er fundasyrpan að fara af stað að nýju og fyrsti súpufundurinn verður á fimmtudaginn 23. janúar kl. 12:05. Það er María Játvarðardóttir félagsmálastjóri sem sér um kynninguna á fimmtudaginn og segir frá starfsemi og verkefnum Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og á eftir kynningu eru umræður og fyrirspurnir. Umsjón með súpufundunum hafa Þorgeir Pálsson og Jón Jónsson og er áhugasömum bent á að hafa samband við þá vilji þeir kynna fyrirtæki, stofnun, félag eða verkefni. Á boðstólum er dýrindis súpa frá Café Riis á kr. 1.200.-
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón