A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hólmadrangshlaup 2013

| 19. júní 2013
Árlegt Hólmadrangshlaup fer fram á Hólmavík á morgun, fimmtudaginn 20. júní, klukkan 18:00.


Hlaupið er frá Íþróttamiðstöðinni og stendur valið milli þess að hlaupa 3, 5 eða 10 km. Engin skráning er naunsynleg og skráningagjald er að sjálfsögðu ekkert en ráðlagt er að mæta tímalega.

Allir þátttakendur hljóta viðurkenningu að hlaupi loknu.

Könnun meðal íbúa Strandabyggðar

| 18. júní 2013
Nú stendur yfir rannsókn á áhrifum af nokkrum sameiningum sveitarfélaga. Hluti af því er að gera könnun meðal íbúa í nokkrum sveitarfélögum sem hafa sameinast á síðustu árum. Að þessu sinni er um vefkönnun að ræða og feta umsjónarmennirnir, Grétar Þór Eyþórsson og Vífill Karlsson hjá Háskólanum á Akureyri, sig áfram með að nýta samfélagsmiðlana eins og Fésbókina, rafræna fréttamiðla og fleira....
Meira

Gleðilega þjóðhátíð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. júní 2013
Strandabyggð óskar öllum gleðilegrar þjóðhátíðar og minnum á að Umf. Geislinn opnar fyrir sölu á blöðrum og býður upp á andlitsmálun barna í félagsheimilinum kl. 12.  Skrúðganga hefst síðan kl. 14 og skemmtun í kirkjuhvammi skömmu síðar.

Frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. júní 2013

Hreinsunardagur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. júní 2013

Laugardaginn 15. júní verður haldinn hreinsunardagur á Hólmavík.  Þá er kjörið tækifæri fyrir íbúa kauptúnsins að hreinsa í kringum hús sín og á opnum svæðum í hverfum sínum og sjá til þess að bærinn verði skínandi hreinn og fínn. 

 Forsvarsmenn fyrirtækja í bænum eru ennfremur hvattir til að hreinsa og fegra umhverfi sitt eins og mögulegt er. 

Tökum á móti sumri  með hreinum og snyrtilegum bæ.

 

Starfsmenn Áhaldahúss munu fara um bæinn á laugardaginn og hirða garðaúrgang og rusl á eftirfarandi tímum:

-14:00 Bláa hverfið

-15:00 Appelsínugula hverfið

-16:00 Rauða hverfið

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón