A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjan er hér

| 26. júní 2013
Hamingjudagar eru hafnir og halda áfram með gleði og ánægju íbúa og gesta að leiðarljósi fram yfir helgi. Ekki láta spennandi dagskrá framhjá þér og þínum fara.

Njótið og þér munuð gleðjast!

Í Kaupfélaginu er að finna rauðan vegg hlaðin tilkynningum varðandi Hamingjudaga, þar má einnig finna aukaeintök af dagskrárbæklingi sem borinn var í hús á Ströndum og víðar. Á Facebook er að finna síðu Hamingjudaga og viðburðarsíðu Hamingjudaga 2013. Best er þó að fylgjast með á www.hamingjudagar.is.

Sveitarstjórnarfundur 1210 í Strandabyggð

| 23. júní 2013
Fundur 1210 verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 25. júní 2013, kl. 16.00 í Hnyðju....
Meira

Laus störf við Grunnskólann á Hólmavík

| 23. júní 2013
Við Grunnskólann á Hólmavík eru eftirtaldar stöður lausar frá 15. ágúst 2013 - 5. júní 2014:
  • Skólabílstjóri- 50% starfshlutfall
  • Stuðningsfulltrúi - 80% starfshlutfall
Vinnutími stuðningsfulltrúa er alla virka daga frá kl. 8:30-14:30 auk þátttöku í teymis- og starfsmannafundum og sérverkefnum sem tilheyra skólastarfinu. Stuðningsfulltrúi vinnur í teymi með kennurum bekkja, fulltrúa sérkennslu og iðjuþjálfa. Starfsvettvangur stuðningsfulltrúa er inni í bekk og á öðrum starfsstöðum Grunnskólans eða umhverfi hans.
Vinnutími skólabílstjóra er breytilegur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Umsækjendi um stöðu skólabílstjóra skal hafa aukin ökuréttindi og hafa sótt skyndihjálparnámskeið og önnur þau námskeið sem sérstaklega eru ætluð bifreiðastjórum fólksflutningabíla. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2013.

Nánari upplýsingar veitir Hulda I. Rafnarsdóttir, skólastjóri í síma 698 0929 og á netfanginu hulda@strandabyggd.is. Umsóknir má senda rafrænt á fyrrgreint netfang eða skila á skrifstofu sveitarstjórnar í merktu umslagi.

Dagskrá Hamingjudaga 2013

| 21. júní 2013
Dagskráin hefur verið birt. Hana má nálgast hér.

Með ósk um mikla spennu, gleði og hamingju.

Fjöltefli í Hnyðju á Hólmavík - föstudaginn 21. júní kl. 16:00

| 20. júní 2013
Fjöltefli í Hnyðju í fyrra - ljósm. Jón Jónsson
Fjöltefli í Hnyðju í fyrra - ljósm. Jón Jónsson

Næstu daga verður haldin gríðarmikil skákhátíð á Ströndum og hefst með fjöltefli í Hnyðju á Hólmavík (Þróunarsetrinu, Höfðagötu 3) á föstudag kl. 16:00. Allir eru þar hjartanlega velkomnir. Áfram heldur svo skákhátíðin í Árneshreppi á föstudagskvöldið með tvískákarmóti í DjúpavíkAfmælismót Jóhanns Hjartarsonar verður haldið í samkomuhúsinu í Trékyllisvík á laugardaginn og Afmælismót Böðvars Böðvarssonar verður haldið á Norðurfirði á sunnudag. Þetta er sjötta skákhátíðin á Ströndum, sem hefur unnið sér sess sem fastur liður í skákdagatalinu. Fjórir stórmeistarar eru skráðir til leiks, auk margra öflugra meistara og áhugamanna úr öllum áttum.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón