A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd - 20. júní 2011

Fundur var haldinn í Byggingar-, umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 20. júní kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Ingimundur Jóhannsson, Rósmundur Númason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Valgeir Örn Kristjánsson. Einnig sat fundinn Einar Indriðason. Ingibjörg ritaði fundargerð.

 

Dagskrá

 

1. Umsókn um uppsetningu á skúr í Skeljavík, erindi frá Lýð Jónssyni


Nefndir óskar eftir umsögn Geislans og Golfklúbbsins. Afgreiðslu frestað.


2. Önnur mál


a. Umsókn um byggingu geymsluskúrs, erindi frá Árna M. Björnssyni, dags. 7. júní 2011


Erindi samþykkt með þeim skilyrðum að umsækjandi skili inn afstöðumynd og teikningum  af geymsluskúrnum.

Æskilegt væri að fjarlægð milli núverandi húss og geymsluskúrs komi fram og ítrekar nefndin að  umsækjandi skili inn málsettri afstöðumynd og teikningum  af geymsluskúrnum.

 

b. Lóðir fyrir Hólmadrang.


Byggingafulltrúa falið að vinna í málinu.

 

c. Lóð fyrir Steypustöð Ágústs Guðjónssonar.


Nefndin stendur við fyrri úthlutun  lóðar á a2 á Skeiði og telur að ryk frá steypustöð sé ekki til vandræða.

 

d. Sumarhús að Kleifarkoti.


Byggingarfulltrúi hefur óskað eftir teikningum og er að vinna í málinu.

 

Fundi slitið kl. 19:10

 
Ingimundur Jóhannsson (sign)
Rósmundur Númason (sign)
Einar Indriðason (sign)
Ingibjörg Sigurðar (sign)
Valgeir Örn Kristjánsson (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 21. júní 2011.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón