A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd, fundur 06.02.2025

Fundargerð

Fundargerð fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju, Höfðagötu 3, fimmtudaginn 6. ferbúar 2025. Fundur hófs kl 16.30.  Mætt eru Heiðrún Harðardóttir, Júlíana Ágústsdóttir í stað Vignis Rúnars Vignissonar, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Steinunn Magney Eysteinsdóttir, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fyrir hönd skólastjórnenda, Linda Jónsdóttir frá foreldrafélagi, Jóhanna B. Ragnarsdóttir frá leikskóla, Vala Friðriksdóttir frá grunnnskóla og Þorgeir Pálsson sem ritaði fundargerð.  Gestir fundarins eru Anna María K. Þorkelsdóttir og Kristrún Lind Birgisdóttir, frá Ásgarði.  Þær sitja fundinn í fjarbúnaði.

 

Fundardagskrá:

  1. Ákvörðun um gerð skólastefnu sveitarfélagsins vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
  2. Sérfræðiþjónusta við nemendur í leik- og grunnskóla Strandabyggðar kynning frá sérkennslustjóra
  3. Sérfræðiþjónusta við kennara og starfsfólk - Ásgarður - Anna María Þorkelsdóttir
  4. Kynning á drögum að námsmatsstefnu og grunnfærniprófum skólans og fyrirhugað samstarf við foreldra - Anna María Þorkelsdóttir
  5. Önnur mál
    1. Fundadagskrá Fræðslunefndar.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna. 

 

Umræða

1. Ákvörðun um gerð skólastefnu

Formaður rakti forsögu málsins, en við umræðu á fundi fræðslunefndar þann 6.11 2024, gleymdist að beina því til sveitarstjórnar að hefja gerð skóla/menntastefnu.  Það liggur því fyrir þessum fundi að gera það og formaður leggur því til eftirfarandi:

 

„Fræðslunefnd beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að hún samþykki gerð skóla-/menntastefnu hið fyrsta þannig að sú vinna geti hafist, undir leiðsögn Ásgarðs“.

 

Samþykkt með 4 atkvæðum.  Guðfinna Lára Hávarðardóttir situr hjá.


2. Séfræðiþjónusta við nemendur í leik- og grunnskóla Strandabyggðar kynning frá sérkennslustjóra

Formaður gaf Hrafnhildi Þorsteinsdóttur orðið.  Hrafnhildur tilgreindi starfsmenn sem koma að þjónustunni. Kynnti nemendaverndarráð, hlutverk þess og starfshætti.  Hrafnhildur sagði frá tengingu þessarar vinnu við farsældarlögin.  Ljóst að hlutverk ráðsins er mjög víðtækt.  Hrafnhildur kynnti sérfræðiþjónustu í Strandabyggð, starfsemi og umfang.  Spurt var um stöðu fagmenntaðs starfsfólks á þessu sviði.  Fram kom að á bak við starfsmenn eru ekki alltaf full stöðugildi.  Í lokin fór Hrafnhildur yfir yfirlit um skimanir grunnskóladeildar. Þar er nýtt inni grunnfærnimat í læsi og stærðfræði.  Einnig fór Hrafnhildur yfir skimanir í leikskóladeild.


3. Sérfræðiþjónusta við kennara og starfsfólk - Ásgarður - Anna María Þorkelsdóttir

Formaður gaf Önnu Maríu Þorkelsdóttur orðið.  Anna María sagði frá því að þennan vetur eru áætlaðar fjórar heimsóknir.  Sagði hún frá þeirri vinnu að aðstoða kennara gagnvart nemendum og áætlanagerð.  Næsta heimsókn er í maí og þá eru áhersluatriði næsta vetrar ákveðin.  Þau munu tengjast skóla-/menntastefnu sveitarfélagsins. Spurt var um hugtakið „innri áhugahvöt“ og útskýrði Anna María að þetta væru verkefni sem nemendur velja út frá eigin áhugasviði. Nefndi hún dæmi um verkefni sem tengdist áhuga og umhverfi nemanda og uppfyllir um leið áherslur námskrár.

 

Kristrún tók við og sagði frá fyrirkomulagi þjónustu Ásgarðs við starfsmenn leikskóla.  Búið er að kynna þetta fyrirkomulag fyrir foreldrum.  Leikskólinn fær líka sérfæðiþjónustu. Þarna er um að ræða lögbundna þjónustu sem beinist að starfsfólki.  Þjónustan er mikilvæg í ljósi mönnunar innan skólans. Spurt var um árangur af þessu fyrirkomulagi innan leikskólans og svaraði Kristrún því á þann hátt að vel hafi gengið að vinna úr áherslum hvers tímabils. Náið samstarf er á milli aðila.  Kristrún er væntanleg í febrúar og þar verður lagt mat á þörfina fyrir stuðning „inni á gólfi“.


4. Kynning á drögum að námsmatsstefnu og grunnfærniprófum skólans og fyrirhugað samstarf við foreldra - Anna María Þorkelsdóttir

Formaður gaf Önnu Maríu Þorkelsdóttur orðið.  Anna María sagði frá vinnu við námsmatsstefnuna sem tengist einstaklingsmiðuðum framförum nemenda. Áherslan er á sífellt eftirlit með gæðum starfsins og mikilvægt er að unnið sé með það reglulega.  Framkvæmd námsmats er skráð og gert opinbert á heimasíðu sveitarfélagsins og skólans. Í drögunum eru útskýringar á framkvæmdinni og innihaldi.  Foreldrar og nemendur geta fylgst með framgangi nemenda í námi.  Hægt er að setja inn verkefni nemenda.  Stuðst er við skýra matskvarða, litakóða.  Einnig er mat á ástundun, sem er nýtt í þessu samhengi.  Út frá niðurstöðu mats, eru sett markmið næsta matstímabils. 

 

Ný aðalnámskrá tekur gildi í haust og þar eru nýir matskvarðar inni.  Nemendastýrð foreldraviðtöl eru komin inn til valdeflingar nemenda.  Kennarar og skólastjórnendur hafa skoðað drögin en eftir er að skoða samræmingu við Mentor. Námsmatið ætti að vera tilbúið til framkvæmda næsta haust. Spurt var um áhrif endurskoðaðrar aðalnámskrár á matskvarðana.  Ný aðalnámsskrá hefur viss áhrif á lokamat, en almennt er breytingin ekki mikil.  Fyrst og fremst á matið að verða skýrara.  Samstarf og samtal við foreldra ætti að vera betra nú í ljósi samræmdari matskvarða. Fleiri greinar eru komnar inn í endurgerða aðalnámskrá.  Fleiri gögn koma að matinu.  Innleiðing fer fram næstu árin. 


5. Önnur mál

a. Fundadagskrá Fræðslunefndar. 
Formaður upplýsti um eftirfarandi fundardaga fræslunefndar, fram á vor:

          i.      Febrúar - 6. febrúar kl. 16:30 til 18:00

          ii.      Mars - 6. mars kl. 16:30 til 18;00

          iii.      Apríl - 3. apríl - kl. 16:30 til 18:00

          iv.      Júní  - 5. júní kl. 16:30 til 18:00.

 

Fundargerð lesin og fleira ekki rætt.  Fundi slitið kl. 17.30.  Ritari sendir fundargerðina á nefndarfólk til rafrænnar undirskriftar.

 

Þorgeir Pálsson, ritari

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón