A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar nr. 1374, 11.03.2025

Sveitarstjórnarfundur 1374, haldinn í Hnyðju 11.03.2025

Fundur nr. 1374 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 11. mars 2025 kl. 16:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Grettir Örn Ásmundsson, Júlíana Ágústsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir ritaði fundargerð. Fundurinn var jafnframt tekinn upp í hljóðskrá.


Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Lántaka Strandabyggðar hjá Lánasjóði sveitarfélaga nr. 2503 14 og nr. 2503 15
2. Lántaka Sorpsamlags Strandasýslu ehf nr. 2503 13
3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Strandabyggð, seinni umræða
4. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar, seinni umræða
5. Staðfesting á skipan í stýrihóp vegna gerðar skóla/menntastefnu
6. Vinnumálastofnun, beiðni um skráningu tengiliðar fyrir fjölmenningu, 6.3.25
7. Velferðarnefnd Vestfjarða, tilnefning í fulltrúaráð og framkvæmdaráð, 11.10.23
8. Innviðaráðuneytið, beiðni um umsögn vegna frumvarpsdrög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
9. Erindi til sveitarstjórnar frá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28.2.25
10. Jarðhitaboranir á Gálmaströnd
11. Heilsársstörf við fiskvinnslu í Strandabyggð
12. Endurbætur við Grunnskólann á Hólmavík
13. Erindi til sveitarstjórnar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, 28.2.25
14. Erindi til sveitarstjórnar, Landsbyggðin lifir, LBL, 4.3.25
15. Erindi til sveitarstjórnar, Gefum íslensku séns, 6.3.25
16. Ísafjarðarbær, beiðni um umsögn vegna máls nr. 0170/2025 í Skipulagsgátt
17. Ísafjarðarbær, beiðni um umsögn vegna máls nr. 0173/2025 í Skipulagsgátt
18. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
19. Forstöðumannaskýrslur
20. Velferðarnefnd, fundargerð 17.2.25
21. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis, fundargerð 151 fundar, 20.2.25
22. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerð 13. Fundar, 10.2.25 og 14. Fundar 27.2.25
23. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerð 84. fundar stjórnar, 24.1.25
24. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 963., 965., 966., 967., 968., 969. og 970. fundar stjórnar, 31.1.25, 18.2.25, 19.2.25, 20.2.25, 21.2.25, 24.2.25 og 25.2.5


Oddviti bauð alla velkomna og spurði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðun.

Engin athugasemd er gerð við fundarboðið.


Oddviti leitar tveggja afbrigða við boðaða fundardagskrá sem er erindi frá Vestfjarðarstofu um tilnefningu fulltrúa við gerð Menningarstefnu Vestfjarða sem yrði dagskrárliður nr. 25. Sveitarstjórn samþykkir afbrigðið samhljóða. Einnig er lagt fram erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða, fundargerð fundar 20.2.2025 og tilnefning fulltrúa í stýrihóp Áfangastaðaáætlunar sem yrði dagskrárliður nr. 26.
Samþykkt samhljóða.


Þá var gengið til dagskrár:

1. Lántaka Strandabyggðar hjá Lánasjóði sveitarfélaga nr. 2503 14 og nr. 2503 15

Oddviti bað skrifstofustjóra að gera grein fyrir lántökunum. Salbjörg tók til máls og útskýrði að samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2025 hafi verið gert ráð fyrir lántöku allt að 150.000.000 sem hefur hlotið samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga. Lántökunni er skipt niður og núna í mars er farið í lántökur upp á 15 milljónir vegna endurbóta og 25 milljóna vegna framlags í Brák íbúðafélag vegna nýbyggingar við Höfðatún. Viðauki láns nr. 2503 14 hljómar á þessa leið:


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá
Lánasjóði sveitarfélaga sem er númer 2503 14 að útgreiðslufjárhæð allt að kr. 15.000.000,- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi,
auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.
gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til
sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir og endurbætur á grunn- og leikskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.


Þorgeir tók til máls
Matthías tók til máls
Salbjörg tók til máls


Lagt fram til samþykktar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

Oddviti fól skrifstofustjóra að lesa upp viðauka lánasamningsins.


Viðauki vegna láns nr. 2503 15 hljómar á þessa leið:

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán númer 2503 15 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að útgreiðslufjárhæð allt að kr. 25.000.000,- með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi,
auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.
gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til
sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna framlag sveitarfélagsins vegna nýbyggingar Brák íbúðafélags á raðhúsi í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.


Lagt fram til samþykktar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða


2. Lántaka Sorpsamlags Strandasýslu ehf nr. 2503 13

Oddviti rakti eðli máls en bað síðan skrifstofustjóra að gera grein fyrir lántökunni.
Salbjörg Engilbertsdóttir tók til máls og las upp viðauka í lánasamningi nr. 2503 13.

Ákvörðun um veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgðar og veitingu umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Sorpsamlags Strandasýslu ehf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Sorpsamlags Strandasýslu ehf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr.
25.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á vélum, tækjum og áhöldum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn í félaginu til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, kt. 100463-5989 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.


Oddviti tók til máls
Matthías Lýðsson tók til máls
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls


Lagt fram til samþykktar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.


3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Strandabyggð, seinni umræða

Oddviti gerði grein fyrir forsögu málsins og gaf orðið laust.


Matthías tók til máls.


Oddviti lagði til að samþykktin yrði samþykkt og kallaði eftir handauppréttingu fundarmanna. Samþykkt samhljóða.


4. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar, seinni umræða

Oddviti gerði grein fyrir forsögu málsins og lagði síðan til að samþykktin yrði samþykkt og kallaði eftir handauppréttingu fundarmanna.

Samþykkt samhljóða.


5. Staðfesting á skipan í stýrihóp vegna gerðar skóla/menntastefnu

Oddviti rakti forsögu máls og óskaði síðan eftir staðfestingu sveitarstjórnar á skipan fulltrúa í stýrihóp, þeirra Þorgeirs Pálssonar, Grettis Arnar Ásmundssonar og Hlífar Hrólfsdóttur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.


6. Vinnumálastofnun, beiðni um skráningu tengiliðar fyrir fjölmenningu, 6.3.25

Oddviti rakti forsögu málsins og lagði til að málið yrði á borði félagsmálastjóra.

Matthías tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

 

7. Velferðarþjónusta Vestfjarða, tilnefning í fulltrúaráð og framkvæmdaráð, 11.10.23
Oddviti rakti uppruna máls. Oddviti lagði til að Matthías Sævar Lýðsson, formaður Velferðarnefndar Strandabyggðar verði fulltrúi sveitarfélagsins í ráðinu. Lagt var til að Þorgeir Pálsson verði varafulltrúi.

Hlíf tók til máls.
Oddviti tók til máls.

Samþykkt samhljóða.


8. Innviðaráðuneytið, beiðni um umsögn vegna frumvarpsdraga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Oddviti rakti eðli máls. Umsagnarfrestur er liðinn en sveitarstjórn hefur átt góðan fund með fulltrúum Jöfnunarsjóðs og komið sínum sjónarmiðum á framfæri þar. Málið er því í raun afgreitt og er lagt hér fram til kynningar.

Matthías Lýðsson tók til máls.


9. Erindi til sveitarstjórnar frá siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28.2.25

Oddviti rakti eðli máls. Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gefur sveitarstjórn frest til að leggja fram upplýsingar í málinu fram til 28. mars n.k. Efnisleg umræða fer því ekki fram á þessum fundi. Sveitarstjórn mun afhenda siðanefnd ferkari upplýsingar á síðari stigum, sé það talið nauðsynlegt. Lagt fram til kynningar.

Matthías Lýðsson tók til máls.


10. Jarðhitaboranir á Gálmaströnd

Oddviti bað Matthías Sævar Lýðsson að gera grein fyrir erindinu, sem er lagt fram af hálfu A lista.


Matthías Lýðsson tók til máls.
Grettir Örn Ásmundsson tók til máls.
Oddviti tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir tillögu A lista samhljóða og oddvita falin afgreiðsla erindisins í samráði við oddvita A lista Matthías Lýðsson.


11. Heilsársstörf við fiskvinnslu í Strandabyggð

Oddviti bað Matthías Sævar Lýðsson að gera grein fyrir erindinu, sem er lagt fram af hálfu A lista.


Oddviti tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir tillögu A lista samhljóða og oddvita falin afgreiðsla erindisins í samráði við oddvita A lista Matthías Lýðsson.


12. Endurbætur við Grunnskólann á Hólmavík

Matthías tók til máls.
Oddviti tók til máls.


Oddvita er falið að koma á upplýsingafundi með fulltrúum A lista og forstöðumanni Eignasjóðs og umsjónarmanni eigna.
Samþykkt samhljóða.


13. Erindi til sveitarstjórnar, Sinfóníuhljómsveit Íslands, 28.2.25

Oddviti rakti eðli máls og lagði til að tómstundafulltrúa og umsjónarmanni íþróttamannvirkis yrði falið að vinna að málinu, sem er að „bjóða upp á beina útsendingu frá tónleikunum Klassíkin okkar sem hefjast kl. 20:00 á RÚV þann 29. ágúst n.k.“.

Matthías Lýðsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Grettir Ásmundsson tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu erindisins samhljóða.


14. Erindi til sveitarstjórnar, Landsbyggðin lifir, LBL, 4.3.25

Oddviti rakti eðli máls, sem er „að skapa vettvang fyrir samtal milli íbúa og stjórnvalda, þar sem stefnumótun um þróun byggðalaga hlýtur að byggjast á reynslu og þörfum heimamanna. Með því er hægt að tryggja að sveitarfélög þróist í takt við væntingar íbúa og aðlaðandi umhverfi sé til staðar fyrir nýja íbúa á öllum aldri, sem er lykilþáttur í að tryggja endurnýjun íbúa og sjálfbæra þróun til framtíðar“, eins og segir í erindinu. Oddviti leggur til að sveitarfélagið vísi erindinu frá, enda séu næg verkefni á borðum starfsmanna um þessar mundir.

Matthías Lýðsson tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Grettir Örn Ásmundsson tók til máls.

Sveitarstjórn þakkar erindið en vísar því frá vegna anna. Samþykkt samhljóða.


15. Erindi til sveitarstjórnar, Gefum íslensku séns, 6.3.25

Oddvit rakti eðli máls. Hér er verið að kalla eftir auknu samtali á íslensku milli og við íbúa sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Oddviti leggur til að fjölmenningarfulltrúa verði falið að vinna málinu framgang.

Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og fjölmenningarfulltrúa falið að fylgja erindinu eftir. Samþykkt samhljóða.


16. Ísafjarðarbær, beiðni um umsögn vegna máls nr. 0170/2025 í Skipulagsgátt

Oddviti rakti eðli máls. Eftirfarandi bókun var sett fram: „Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir enga athugasemd vegna framkvæmdarinnar“.

Matthías Lýðsson tók til máls
Júlíana Ágústsdóttir tók til máls
Grettir Ásmundsson tók til máls
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls

Samþykkt samhljóða.


17. Ísafjarðarbær, beiðni um umsögn vegna máls nr. 0173/2025 í Skipulagsgátt

Oddviti rakti eðli máls. Eftirfarandi bókun var sett fram: „Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir enga athugasemd vegna framkvæmdarinnar“.

Samþykkt samhljóða.


18. Vinnuskýrsla sveitarstjóra

Orðið gefið laust .

Matthías Lýðsson tók til máls.
Júlíana Ágústsdóttir tók til máls.
Oddviti tók til máls.


19. Forstöðumannaskýrslur

Orðið gefið laust.


Matthías Lýðsson tók til máls.
Oddviti tók til máls.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.

Skrifstofa - skóli - áhaldahús


20. Velferðarnefnd, fundargerð 17.2.25

Oddviti gaf formanni velferðarnefndar, Matthíasi Sævari Lýðssyni orðið.

Matthías Lýðsson tók til máls.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

21. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis, fundargerð 151 fundar, 20.2.25

Fundargerð ásamt ársreikningi lögð fram til kynningar
Enginn tók til máls.


22. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerð 13. Fundar, 10.2.25 og 14. Fundar 27.2.25

Lagðar fram til kynningar

Enginn tók til máls


23. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerð 84. fundar stjórnar, 24.1.25

Lagðar fram til kynningar.

Enginn tók til máls.


24. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 963., 965., 966., 967., 968., 969. og 970. fundar stjórnar, 31.1.25, 18.2.25, 19.2.25, 20.2.25, 21.2.25, 24.2.25 og 25.2.5

Lagðar fram til kynningar.


Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.

Oddviti tók til máls.


25. Erindi frá Vestfjarðarstofu, tilnefning fulltrúa við gerð Menningarstefnu

Oddviti gaf orðið laust.


Matthías Lýðsson tók til máls og leggur til að Júlíana Ágústsdóttir verði tilnefndur fulltrúi.


Samþykkt samhljóða.


26. Erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða, fundargerð 20.2.2025 og tilnefning fulltrúa við Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.


Oddviti tók til máls og leggur til að Heiðrún Harðardóttir verði tilnefndur fulltrúi.


Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki fyrirtekið, fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 17:50

Hljóðskrá fundarins má finna hér: strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/4520/
Við mælum með að hlaða hljóðskránni niður til að hlusta. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón