Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, fundur nr. 85, 27.01.2025
Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd
fundur nr. 85.
Mánudaginn 27. janúar 2025 var 85. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl 16:30. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Júlíana Ágústsdóttir formaður, Jóhann Björn Arngrímsson, Magnea Dröfn Hlynsdóttir, Þórdís Karlsdóttir og Kristín Anna Oddsdóttir varamaður. Tómstundafulltrúi Andri Freyr Arnarsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Fundaáætlun TÍM nefndar 2025
2. Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2025
3. Íþróttaverðlaun ársins 2024
4. Hátíðardagskrá ársins 2025
5. Frístundastarf í Strandabyggð, kynning tómstundafulltrúa
6. Samstarf í frístundamálum við önnur sveitarfélög
7. Smíðaaðstaða fyrir tómstundastarf og skóla
8. Folfvöllur Strandabyggðar
9. Sumarstörf, sumarnámskeið, vinnuskóli og leikjanámskeið
10. Samantekt Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofu um Héraðsskjalasafn fyrir Strandir
11. Samantekt Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofu um gönguleiðir í grennd Hólmavíkur
12. Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár:
1. Fundaáætlun TÍM nefndar 2025
Fundaáætlun TÍM nefndar samþykkt samhljóða.
2. Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2025
TÍM nefndin fór yfir fjárhagsáætlun 2025 og vill benda á tekjur bókasafnsins séu óvenjulega litlar. Einnig vantar styrk sem búið er að samþykkja til SFS og Geislans vegna 2025.
3. Íþróttaverðlaun ársins 2024
Nefndin þakkar kærlega þær tilnefningar sem voru sendar inn. Farið var yfir þær og nefnd tók ákvörðun samkvæmt reglum og samþykkt samhljóða.
Íþróttamaður ársins er Benedikt Gunnar Jónsson
Hvatningaverðlaun ársins hlýtur Matas Zalneravicius
4. Hátíðardagskrá og stærri viðburðir ársins 2025
Viðburðir á vegum félagasamtaka og íbúa í Strandabyggð sem vitað er um á þessum tímapunkt:
Hörmungadagar í febrúar
Strandagangan í mars
Galdrafár á Ströndum í maí
Sjómannadagurinn í júní
Þjóðhátíðardagurinn í júní
Sameinumst á Ströndum í ágúst?
Trékyllisheiðin í ágúst
5. Frístundastarfið í Strandabyggð, kynning tómstundafulltrúa
Tómstundafulltrúi kynnti frístundastarfið fyrir nefndinni og kom inn á að sárlega vanti starfsfólk til að hægt sé að sinna því starfi sem best. Þá gæti Ozon virkað þannig að ungmenni utan Hólmavíkur geti nýtt félagsstarfið og aðstöðu þar til skólabíll kemur.
6. Samstarf í frístundamálum við önnur sveitarfélög
Fyrirhugað er betra samstarf við Kaldrananeshrepp varðandi tímaplan skólabíls og von er á meiri virkni á samstarfi.
Þá er virkt samtal við Tómstundafulltrúa Reykhólahrepps og mun áframhaldandi samstarf ríkja.
7. Smíðaaðstaða fyrir tómstundastarf og skóla
Nefndin gerir sér grein fyrir því að mikil þörf sé á aðstöðu fyrir skólastarf og eldriborgarastarf og mögulega væri hægt að samnýta rýmið fyrir þessa hópa að einhverju leyti. Gott væri að taka saman hvaða áhöld eru til og meta hversu stórt rými þyrfti fyrir slíkt starf. Athuga mætti möguleikann á tímabundnu samstarfi um aðstöðu hjá smíðafyrirtækjum á svæðinu, hvort hægt væri að forvinna þar verkefni fyrir hópana.
Nefndin leggur til að tómstundafulltrúi haldi þessu máli vakandi.
8. Folfvöllur Strandabyggðar
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að formleg vígsla verði á vellinum snemma sumars og að völlurinn fái nafnið Hafdísarvöllur. Þó má benda á að mögulega þurfi að færa hluta af vellinum vegna væntanlegrar íbúðabyggðar, sem liggur að hluta til inn á vellinum. Gott væri að klára það sem þarf að gera fyrir vígslu.
9. FÍÆT áskorun
Nefndin tekur undir áskorunina.
10. Samantekt Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofu um Héraðsskjalasafn fyrir Strandir
Nefndin byrjar á að þakka fyrir erindið og vel unna skýrslu. Nefndin er sammála um nauðsyn Héraðsskjalasafns sem kjörið yrði að staðsetja með Héraðsbókasafni Strandasýslu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fundin verði lausn þar sem þetta er lögbundin starfsemi. Nefndinni lýst best á leið 2 og 6.
11. Samantekt Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofu um gönguleiðir í grennd Hólmavíkur
Þökkum kærlega fyrir vel unna samantekt. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði gert aðgengilegt í samvinnu við Rannsóknarsetur á nýrri vefsíðu Strandabyggðar og hengt upp yrði upplýsingablað með QR kóða víða um bæinn þar sem ferðafólk kemur við.
12. Önnur mál:
a. Viðburðadagatal sem inniheldur alla dagskrá á einum stað á nýrri heimasíðu Strandabyggðar. Tómstundafulltrúi mun fylgja því eftir.
Fundi slitið kl 18:47
fundur nr. 85.
Mánudaginn 27. janúar 2025 var 85. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl 16:30. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Júlíana Ágústsdóttir formaður, Jóhann Björn Arngrímsson, Magnea Dröfn Hlynsdóttir, Þórdís Karlsdóttir og Kristín Anna Oddsdóttir varamaður. Tómstundafulltrúi Andri Freyr Arnarsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Fundaáætlun TÍM nefndar 2025
2. Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2025
3. Íþróttaverðlaun ársins 2024
4. Hátíðardagskrá ársins 2025
5. Frístundastarf í Strandabyggð, kynning tómstundafulltrúa
6. Samstarf í frístundamálum við önnur sveitarfélög
7. Smíðaaðstaða fyrir tómstundastarf og skóla
8. Folfvöllur Strandabyggðar
9. Sumarstörf, sumarnámskeið, vinnuskóli og leikjanámskeið
10. Samantekt Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofu um Héraðsskjalasafn fyrir Strandir
11. Samantekt Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofu um gönguleiðir í grennd Hólmavíkur
12. Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár:
1. Fundaáætlun TÍM nefndar 2025
Fundaáætlun TÍM nefndar samþykkt samhljóða.
2. Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2025
TÍM nefndin fór yfir fjárhagsáætlun 2025 og vill benda á tekjur bókasafnsins séu óvenjulega litlar. Einnig vantar styrk sem búið er að samþykkja til SFS og Geislans vegna 2025.
3. Íþróttaverðlaun ársins 2024
Nefndin þakkar kærlega þær tilnefningar sem voru sendar inn. Farið var yfir þær og nefnd tók ákvörðun samkvæmt reglum og samþykkt samhljóða.
Íþróttamaður ársins er Benedikt Gunnar Jónsson
Hvatningaverðlaun ársins hlýtur Matas Zalneravicius
4. Hátíðardagskrá og stærri viðburðir ársins 2025
Viðburðir á vegum félagasamtaka og íbúa í Strandabyggð sem vitað er um á þessum tímapunkt:
Hörmungadagar í febrúar
Strandagangan í mars
Galdrafár á Ströndum í maí
Sjómannadagurinn í júní
Þjóðhátíðardagurinn í júní
Sameinumst á Ströndum í ágúst?
Trékyllisheiðin í ágúst
5. Frístundastarfið í Strandabyggð, kynning tómstundafulltrúa
Tómstundafulltrúi kynnti frístundastarfið fyrir nefndinni og kom inn á að sárlega vanti starfsfólk til að hægt sé að sinna því starfi sem best. Þá gæti Ozon virkað þannig að ungmenni utan Hólmavíkur geti nýtt félagsstarfið og aðstöðu þar til skólabíll kemur.
6. Samstarf í frístundamálum við önnur sveitarfélög
Fyrirhugað er betra samstarf við Kaldrananeshrepp varðandi tímaplan skólabíls og von er á meiri virkni á samstarfi.
Þá er virkt samtal við Tómstundafulltrúa Reykhólahrepps og mun áframhaldandi samstarf ríkja.
7. Smíðaaðstaða fyrir tómstundastarf og skóla
Nefndin gerir sér grein fyrir því að mikil þörf sé á aðstöðu fyrir skólastarf og eldriborgarastarf og mögulega væri hægt að samnýta rýmið fyrir þessa hópa að einhverju leyti. Gott væri að taka saman hvaða áhöld eru til og meta hversu stórt rými þyrfti fyrir slíkt starf. Athuga mætti möguleikann á tímabundnu samstarfi um aðstöðu hjá smíðafyrirtækjum á svæðinu, hvort hægt væri að forvinna þar verkefni fyrir hópana.
Nefndin leggur til að tómstundafulltrúi haldi þessu máli vakandi.
8. Folfvöllur Strandabyggðar
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að formleg vígsla verði á vellinum snemma sumars og að völlurinn fái nafnið Hafdísarvöllur. Þó má benda á að mögulega þurfi að færa hluta af vellinum vegna væntanlegrar íbúðabyggðar, sem liggur að hluta til inn á vellinum. Gott væri að klára það sem þarf að gera fyrir vígslu.
9. FÍÆT áskorun
Nefndin tekur undir áskorunina.
10. Samantekt Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofu um Héraðsskjalasafn fyrir Strandir
Nefndin byrjar á að þakka fyrir erindið og vel unna skýrslu. Nefndin er sammála um nauðsyn Héraðsskjalasafns sem kjörið yrði að staðsetja með Héraðsbókasafni Strandasýslu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fundin verði lausn þar sem þetta er lögbundin starfsemi. Nefndinni lýst best á leið 2 og 6.
11. Samantekt Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Ströndum-Þjóðfræðistofu um gönguleiðir í grennd Hólmavíkur
Þökkum kærlega fyrir vel unna samantekt. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnið verði gert aðgengilegt í samvinnu við Rannsóknarsetur á nýrri vefsíðu Strandabyggðar og hengt upp yrði upplýsingablað með QR kóða víða um bæinn þar sem ferðafólk kemur við.
12. Önnur mál:
a. Viðburðadagatal sem inniheldur alla dagskrá á einum stað á nýrri heimasíðu Strandabyggðar. Tómstundafulltrúi mun fylgja því eftir.
Fundi slitið kl 18:47