Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps, fundargerð frá 17.02.2025
Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. 17.febrúar 2025
55.fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Haldinn mánudaginn 17.febrúar 2025 á skrifstofu Strandabyggðar og í fjarfundi. Fundurinn hefst kl. 17.00
Mætt voru Matthías S. Lýðsson, Oddný Þórðardóttir, Jenný Jensdóttir, Hrefna Jónsdóttir. Ingibjörg Sigurðardóttir kemst ekki á fundinn vegna tæknilegra örðugleika.
Hlíf Hrólfsdóttir situr einnig fundinn og ritar fundargerð
Dagskrá
1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
2. Trúnaðarmál.
3. Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð. (frá síðasta fundi)
4. Erindisbréf velferðarnefndar. (frá síðasta fundi)
5. Leiðbeiningar um akstursþjónustu. (frá síðasta fundi)
6. Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2025.
7. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi.
Afgreiðslur félagsmálastjóra samþykktar og færðar í trúnaðarbók.
2. Trúnaðarmál.
Erindi kynnt og samþykkt.
3. Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð.
Áframhald frá síðasta fundi.
Það þarf að kanna betur með fjárhæðir og að samræma þær betur við önnur sveitarfélög. Sérstaklega með hækkun vegna barna á heimili. Hlíf mun skoða það betur.
Breyttum grein númer 25, þar sem tekið er fram að einungis er hægt að hafa eitt lán í gangi í einu hjá félagsþjónustunni.
Matthías gerir nokkrar athugasemdir og tillögur að breytingum og mun senda þær á nefndarmenn, þannig að hægt verði að bera þær saman við sambærilegar reglur í öðrum sveitarfélögum.
4. Erindsbréf velferðarnefndar.
Málinu frestað til næsta fundar.
5. Leiðbeiningar um akstursþjónustu.
Málinu frestað til næsta fundar.
6. Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2025
Hlíf kynnir fjárhagsáætlun FSR. Lagt fram til kynningar.
7. Önnur mál.
Matthías bendir á að það sé oft í svona litlu sveitarfélögum fólk sem ekki sækir þjónustu þó það eigi rétt á henni og þurfi á henni að halda.
Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort það eru einhverjir í okkar sveitarfélögum sem þurfa á slíkri aðstoð að halda.
Hlíf bendir á að þörf er á að uppfæra umsóknareyðublöð inn á heimasíðu.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18.40
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
________________________ ________________________
Matthías Lýðsson. S. 8458393 Hrefna Jónsdóttir s. 8455751
_________________________ _________________________
Oddný Þórðardóttir s. 6613477 Jenný Jensdóttir s. 8652164