A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 3. maí 2018

Fundur var haldin í fræðslunefnd fimmtudaginn 3. maí kl. 17:30 í Hnyðju

Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku mættu kl 17:30 og það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Sigurvaldadóttir fyrir hönd starfsmanna og Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra.

Fulltrúar Grunn og tónskóla eru boðaðir kl 18:10 og það eru: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara og Björk Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll.

 Fulltrúi ungmennaráðs Guðrún Júlíana Sigurðardóttir boðaði forföll.

 

Dagskrá er svohljóðandi:

Málefni Leikskóla:

  1. Skóladagatal drög
    Leikskólastjóri leggur til að sumarfrí verði um miðjan júlí að sumarfríi ljúki um það leiti þegar skóli byrjar að hausti eða í 5 vikur. Þá er lagt til að sumarfrí verði alltaf að sama tíma ár hvert.
    Skóladagatal þarf að samþykkja fyrir nýtt skólaár.

  2. Starfsmannamál
    Auglýst var eftir starfsmönnum í Fréttablaðinu og engin umsókn barst. Nú er önnur auglýsing á vef sveitarfélagsins og umsóknarfrestur rennur út 9. maí. Leikskólastjóri hefur fengið fyrirspurnir um störf en skortur á íbúðahúsnæði á leigumarkaði hamlar ráðningum.
    Það liggur fyrir að það vantar þrjá starfsmenn í fullt starf.

  3. Önnur mál leikskóla
     Leikskólastjóri hefur áhyggjur af því að illa tekst að halda í starfsfólk. Starfsmannahópurinn hefur farið í hugmyndavinnu um hvernig það er hægt að gera starf við leikskólann eftirsóknarvert, m.a. með afslætti á leikskólagjaldi fyrir starfmenn, styttri vinnuviku, aukagreiðslu fyrir sérverkefni, auka frídaga eftir ákeðin starfstíma sem er aukalega miðað við kjarasamninga.
    Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur starfmanna leikskólans og leggur til að settur verði á verkefnahópur sem kemur með tillögur um lausnir.

    Fulltrúar Grunnskólans koma inn á fundinn.
    Sameiginlegt mál Leikskólans Lækjarbrekku og Grunn- og tónskólans

  4. Starfsáætlun Fræðslunefndar
    Formaður kynnir drög af starfsáætlun Fræðslunefndar. Skólastjórnendur eiga eftir að leggja lokahönd á skjalið og verður það lagt fyrir nefndina á næsta fundi.
    Fulltrúar leikskólans víkja af fundi kl: 18:22

    Málefni Grunnskóla:

  5. Skóladagatal
    Nú hefur verið unnið að því að samræma skóladagatal Grunnskólans og leikskólans ásamt skólum í nágrannasveitarfélögum í sumum tilfella. Þetta eru enn drög og þarf að samþykkja fyrir næsta skólaár. Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið marki sér stefnu varðandi vetrarfrí, hvort þau eigi yfir höfuð að vera.

  6. Starfsmannamál
    Auglýst var eftir umsjónakennurum í 1.-2. bekk og á miðstigi og íþróttakennara. Þrjár umsóknir bárust og stefnt er að ráðningu sem fyrst.
    Enn á eftir að auglýsa eftir stuðningsfulltrúum.

    Fulltrúar í tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd mæta á fundinn kl: 18:35

  7. Önnur mál Grunn- og tónskóla
    a). Samfelldur dagur barns. Íris Ósk kynnir stundatöflu næsta vetrar fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk. Gert er ráð fyrir því að miðstig fari inn í skipulagið um samfelldann dag barns. Þá er gert ráð fyrir því að allir nemendur borði hádegismat í félagsheimili en í því fellst mikill tímasparnaður á ferðalagi barna um bæinn. Eftir hádegismat mun allt starf skólans frá 1.-7. bekk fara fram í eða við félagsheimili og íþróttahús. Þá verður heimanáms aðstoð í boði fyrir eldri bekkina. Geislaæfingar og félagsstarf Ozon verður á tímabilinu 14:30-16:00

    Áfram er gert ráð fyrir tveim skólabílum og er mælt með því að það fyrikomulag verði áfram.
    Þessar breytingar fela í sér að einn stuðningsfulltrúi yrði í 100% starfi í stað 75%

    Fræðslunefnd fagnar því að samfelldur dagur gengur svona vel. Skólastjóri segir að þetta fyrirkomulag verði auðvelt í framkvæmd og mælir með að fyrirkomulagið verði tekið upp.

    Fræðslunefnd mælir með að þetta fyrirkomulag verði sett á laggirnar næsta vetur.

    Fulltrúar TIM yfirgefa fundinn kl: 19:05

    Önnur mál b).
    Fræðslunefnd óskar eftir því að í framtíðinni þegar um samstarfsverkefni er að ræða eins og samvinna með leikfélaginu sé haft í huga að um fjölskylduvænt verk verði fyrir valinu. Eins að ekki sé selt eða drukkið áfengi í samstarfsverkefnum.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 19:19

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón