A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólastefna Strandabyggðar

Þorgeir Pálsson | 24. mars 2025

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Endurnýjun Skólastefnu Strandabyggðar er hafin.  Núverandi skólastefna er tíu ára eða frá 2015 og því löngu kominn tími til að endurskoða hana.  Og sú vinna er nú hafin og staðfest í sveitarstjórn.  Leitað var til Ásgarðs um að stýra þessari vinnu og mun Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sjá um verkstjórn.  Í stýrihóp hafa verið skipuð þau Þorgeir Pálsson. Grettir Örn Ásmundsson og Hlíf Hrólfsdóttir.  Að auki munu aðrir kjörnir fulltrúrar beggja lista koma að verkefninu, sem og skólastjóri og skólastjórnendur, kennarar, starfsmenn skólans, tómstundafulltrúi, foreldrafélagið, nemendur og foreldrar og aðrir eins og þurfa þykir.

Við endurskoðun skólastefnunnar, sem oft er líka kölluð menntastefna, verður lagt mat á umhverfi skólamála í dag, áherslur í kennsluumhverfi og þá kannski sérstaklega í endurskoðaðri aðalnámskrá, auk þess sem áherslur úr verkefninu „Barnvænt sveitarfélag“ verða tvinnaðar inn í skólastefnuna.  Eins munum við skoða önnur verkefni, eins og Réttindaskóli og frístund. 

Stefnt er að því að skólastefnan sjálf verði tilbúin í haust, en margir þættir þessarar vinnu munu þó taka lengri tíma, eins og innleiðing einstakra verkefna.

Það er mikilvægt að Strandabyggð skapi sér skýra sýn hvað menntun barnana okkar varðar.  Þar þarf að rýna vel í marga þætti í núverandi umhverfi og setja okkur markmið til framtíðar.  Það er því mjög gleðilegt að þessi vinna sé nú komin af stað.

Áfram Strandabyggð!
Þorgeir Pálsson, oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón