Fundargerð ungmennaráðs - fundargerð 8. september 2014
Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 8. september kl. 17:00 í Þróunarsetrinu á Hólmavík, Höfðagötu 3. Mættir voru: Gunnur Arndís Halldórsdóttir, Trausti Rafn Björnsson, Guðjón Alex Flosason, Íris Jóhannsdóttir, Laufey Heiða Reynisdóttir, Benedikt Jónsson og Jóhanna Rósmundsdóttir. Á fundinn vantaði: Ísak Leví Þrastarson, Birnu Karen Bjarkadóttur og Björk Ingvarsdóttur. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.
- 1. Starf Ungmennaráðs
Farið yfir starfshætti ungmennaráðs og verkefni síðasta vetrar.
- 2. Reglur Ungmennaráðs
Farið yfir Samþykkt um ungmennaráð.
- 3. Kosning aðalmanna
Aðalmenn Ungmennaráðs: Jóhanna Rósmundsdóttir, Trausti Rafn Björnsson, Laufey Heiða Reynisdóttir, Gunnur Arndís Halldórsdóttir og Benedikt Jónsson.
Varamenn: Guðjón Alex Flosason, Íris Jóhannsdóttir, Ísak Leví Þrastarson, Birna Karen Bjarkadóttir og Björk Ingvarsdóttir.
- 4. Kosning formanns og varaformanns
Jóhanna Rósmundsdóttir er formaður og Benedikt Jónsson varaformaður.
- 5. Markmið ráðsins
Ungmennaráð ákveður markmið ársins með hugarflugi, þau eru:
- Bæta gæði og framboð frístundastarfs barna og ungs fólks í Strandabyggð.
- Virkja Ungmennahúsið og bæta þar með félagslíf ungmenna með ýmsum samkomum og hópefli. Til þess þarf húsbúnað og afþreyingu í Ungmennahúsið.
- Auka aðgengi að fjölbreyttum og fræðandi námskeiðum fyrir alla aldurshópa, t.d. á vegum Björgunarsveitarinnar.
- Heyra raddir ungmenna utan ráðsins.
- Tryggja úrbætur á ferðamöguleikum og aðbúnaði nemenda í dreifnámi FNV.
- Kanna möguleika á bættum aðbúnaði Félagsmiðstöðvarinnar Ozon.
- Þrýsta á að göturnar á Hólmavík verði malbyggaðar.
- Athuga möguleika á að útbúa Skólahreystisbraut.
- 6. Verkefni ráðsins veturinn 2014-2015
Rætt um verklag og verkefni ráðsins.
- 7. Vinnudagur með sveitastjórn
Ungmennaráð hvetur sveitastjórn til að láta sem fyrst verða að sameiginlegum vinnu- og hugarflugsfundi sem ákveðið var að halda á fundi þann 19. maí.
- 8. Ungmennahús. Erindi frá verkefnisstjóra dreifnáms
Ungmennaráðið er samþykkt því að samreka Ungmennahús og Dreifnám að Hafnarbraut 19 að því gefnu að veggurinn milli herbergjanna verði brotinn niður, þar gerð kennslustofa og opna rýmið nýtist sem Ungmennahús. Eins hvetur Ungmennaráðið til að fulltrúar Ungmennahúss og Dreifnáms verði í virku samstarfi.
- 9. Bókmennta- og ljóðavika
Ungmennaráðið hvetur eigendur hugmyndarinnar til að vinna nánar að framkvæmd hennar í samvinnu við tómstundafulltrúa og býður spennt eftir að fylgjast með framvindu mála.
- 10. Önnur mál
- Tilmæli Samfés: Ungmennaráð hvetur til þess að möguleikar á því að Tilmælum Samfés til félagsmiðstöðva verði framfylgt, einkum því að opið verði í Ozon tvisvar í viku.
- Stækkun Ozon: Rætt um stöðnun í samningum Strandabyggðar við Kaldrananes um starf í Ozon, lögð áhersla á að klára samningana sem fyrst.
- Move week: Verkefnið kynnt
Fundargerð lesin upp og samþykkt
Fundi slitið kl. 19:40