Hamingjubingó
| 22. júní 2017
Hamingjubingó er leikur fyrir alla fjölskylduna. Fjölskyldur eru alls konar og það er engin skylda að uppfylla nein skilyrði önnur en þau að takast á við verkefnið í góðum hópi sem þéttist af að taka þátt í þessu verkefni í sameiningu. Allir eiga að geta tekið þátt, óháð aldri, kyni, uppruna og hvers sem er.
Í bingóinu eru ýmis verkefni sem hugsuð eru til þess að njóta samverustunda, safna góðum minningum og auka hamingju þátttakenda.
Þið getið prentað bingóspjaldið út hér eða nálgast það á fjölförnum stöðum í sveitarfélaginu.
Þegar þið hafið lokið öllum verkefnunum merkið þið blaðið og skilið því inn á Skrifstofu Strandabyggðar.
Dregið verður úr gildum spjöldum þriðjudaginn 4. júlí og hjljóta sigurvegarar ýmist hamborgaraveislu eða ísveislu frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar að launum.
Í bingóinu eru ýmis verkefni sem hugsuð eru til þess að njóta samverustunda, safna góðum minningum og auka hamingju þátttakenda.
Þið getið prentað bingóspjaldið út hér eða nálgast það á fjölförnum stöðum í sveitarfélaginu.
Þegar þið hafið lokið öllum verkefnunum merkið þið blaðið og skilið því inn á Skrifstofu Strandabyggðar.
Dregið verður úr gildum spjöldum þriðjudaginn 4. júlí og hjljóta sigurvegarar ýmist hamborgaraveislu eða ísveislu frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar að launum.