A A A

Valmynd

Fréttir

Facebook síđa Hamingjudaga

| 23. júní 2014
Fylgist vel með framvindu mála á Facebook síðu Hamingjudaga https://www.facebook.com/hamingjudagar

The Hefners á Hamingjuballinu

| 23. júní 2014
Hamingjuballið í ár verður í höndum Diskóbandsins the Hefners.

Hljómsveitin The Hefners var stofnuð árið 2003 á Húsavík og hefur starfað æ síðan.
The Hefners leggja uppúr gömlu góðu diskólögunum í bland við íslensk lög frá blómatíma sveitaballana  á tíunda áratugnum. Hljómsveitin er stórglæsileg, um er að ræða átta manna band.

Hefners spila í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 28. júní. Fyrst á 13-17 ára balli klukkan 20:30 en síðan á gígantísku hamingjusveitaballi kl. 23:30 og til 3 að nóttu þar sem gildir 18 ára aldurstakmark. Á ballinu munu The Hefners standa fyrir diskógallakeppni svo það er um að gera að græja sig eftir kúnstarinnar reglum.

Það verður enginn svikinn á balli með The Hefners!

Leikhópurinn Lotta

| 23. júní 2014
Leikhópurinn Lotta heimsækir Hamingjudaga nú sem endranær. Í þetta skiptið setur hópurinn upp Hróa hött en hann er þó ekki alveg hefðbundinn þar sem ævintýrið um Þyrnirósu fléttast inn í þessa þekktu sögu.

Sýningin fer fram í Kirkjuhvamminum laugardaginn 28. júní klukkan 15:00 og er öllum að kostnaðarlausu.

Dagskrá Hamingjudaga 2014

| 20. júní 2014
Dagskrá Hamingjudaga er komin á vefinn. Hana má finna hér.
Til hamingju með flotta dagskrá. Njótið vel um helgina og haldið áfram að fylgjast með framgangi mála hér á hamingjudagar.is

Athugið að dagskráin getur tekið breytingum.

Dagskrá Hamingjudaga 2014

| 20. júní 2014
Dagskrá Hamingjudaga er komin á vefinn. Hana má finna hér.
Til hamingju með flotta dagskrá. Njótið vel um helgina og haldið áfram að fylgjast með framgangi mála hér á hamingjudagar.is

Athugið að dagskráin getur tekið breytingum.

Dagskrá Hamingjudaga 2014

| 20. júní 2014
Dagskrá Hamingjudaga er komin á vefinn. Hana má finna hér.
Til hamingju með flotta dagskrá. Njótið vel um helgina og haldið áfram að fylgjast með framgangi mála hér á hamingjudagar.is

Athugið að dagskráin getur tekið breytingum.

Dagskrá Hamingjudaga 2014

| 20. júní 2014
Dagskrá Hamingjudaga er komin á vefinn. Hana má finna hér.
Til hamingju með flotta dagskrá. Njótið vel um helgina og haldið áfram að fylgjast með framgangi mála hér á hamingjudagar.is

Athugið að dagskráin getur tekið breytingum.

Hamingjumyndir

| 20. júní 2014
Frá Hamingjudögum áriđ 2012
Frá Hamingjudögum áriđ 2012

Í ár eru Hamingjudagar orðnir 10 ára gamlir, hvorki meira né minna!

Að því tilefni er verið að safna ljósmyndum frá liðnum hátíðum, sem og öðru viðeigandi efni. Á Hamingjudögum fer svo fram ljósmyndasýning frá fyrri hátíðum. Ef þú átt myndir máttu endilega koma þeim á skrifstofu Strandabyggðar eða senda þær á tomstundafulltrui@ strandabyggd.is. Myndir þurfa að berast fyrir miðvikudag til að birtast á sýningu.

 

Vilt ţú vera á dagskrá?

| 19. júní 2014
Nú fer að líða að Hamingjudögum og dagskráin er því sem næst tilbúin. Ætlar þú að gera eitthvað sniðugt á Hamingjudagahelginni? Ætlar þú að sýna listir þínar? Opna húsið þitt eða fyrirtæki fyrir gestum og gangandi? Hafa opið í verslun eða veitingasölu? Ef eitthvað er í gangi á þínum vegum eða á vegum þinnar stofnunnar í Strandabyggð 27.-29. júní sem þú vilt að komi fram í prentaðri dagskrá sendu þá póst á tomstundafulltrui@strandabyggd.is fyrir kl. 14 föstudaginn 20. júní.

Skilaboð sem berast seinna verða birt á heimasíðu.

Hverfisfundur í Gula hverfinu

| 11. júní 2014
Nú er loks komið að hverfisfundi Gula hverfisins! Fundurinn fer fram í dag kl. 18:00 í Sævangi. Farið verður yfir dagskrána og nýjar áherslur og íbúum gefst tækifæri til að hafa áhrif á hátíðina.

Síðast en ekki síst ver skipulag hverfisteitis fram á fundinum en þar verður eflaust mikið um dýrðir rétt ein og í öðrum hverfum sveitarfélagsins.

Sjáumst öll, stór og smá, á Sævangi í dag, 11. júní, klukkan 18.

Athugið að Gula hverfið er allt dreifbýli Strandabyggðar
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón